Mín fyrsta tilraun til sögugerðar. Inn í dimmu illa lýstu herbergi, byggt úr fúnuðum viði sem er byrjaður að lykta. Eina ljósið kemur frá lélegum olíulömpum á veggjunum og innganginum. „Ég hækka um 20 silfur“ heyrist skrækri röddu frá dríslu sem situr við borð „Ég sé þig.“ Þetta eru tvær dríslur sem eru að spila, báðar litlar, grænar og ógeðslegar, dæmigerðar dríslur. Í horninu situr maður, klæddur í mikla brynju byggða úr þykkum plötum. Hann er fagur í andlitsföllum og með ljóst sítt hár...