Jafnréttindaumræða, það er umræðan um jafnan rétt karla og kvenna, til launa og almennra lífsgæða er ekki ný á nálinni. Þetta hefur verið stórt mál í íslenskri pólitík og þjóðmálaumræðu í óratíma og það má með sanni segja að mikill árangur hafi náðst til að jafna réttindi kynjanna síðustu áratugi. En nú virðist komið ákveðið bakslag í umræðuna, ákveðin tilhneiging til að halda því fram að jafnréttið sé farið að hallast um of með konunum hefur gripið um sig meðal margra sem telja sig knúna...