Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Ekki segja frá eftir Írisi Antiu Hafsteinsdóttur

í Bækur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Verði þér að góðu alltaf til í að svara öllum spurningum um þetta efni hér kv iris

Re: Ekki segja frá eftir Írisi Antiu Hafsteinsdóttur

í Bækur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Sælt veri fólkið. Iris Anita heiti ég og er höfundur bókarinnar. Ef þig grunar að vinkona þín sé misnotuð eða hafi verið nauðgað skiptir öllu máli að hlusta. Ekki dæma, hvorki hana ne ofbeldismanninn því tilfinningar barns sem verður fyrir þessu eru mjög snúnar. Næsta skref er að fá þolandann til að segja frá. Fyrr getur enginn hjálpað. Ef sagt er frá er hægt að fá faghjálp og hún er nauðsynleg fyrir þolandann. Endirinn í Ekki segja frá er eins sannnsögulegur og mögulegt er. Hann er í raun...

Re: Ekki segja frá,

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ef´þú lest hana leyfðu mér þá endilega að vita hvað þér fannst. KV Íris

Re: Ekki segja frá,

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Nú þá vantar þig fjórðu bókina líka. Hún heitir Seiður sléttunnar og fimmta Hellaþjóðin. Sumum finnst Seiður sléttunnar léleg. Svoldið af endurteknum atvikum í henni en ferin sjálf er skemmtilega skrifuð og spennandi. Ég held persónulega svoldið upp á þá bók en eins og ég sagði eru sko ekki allir sammála þar. Kíktu endilega á þær. Maður einhvern veginn verður bara að vera búin að lesa þær. En ertu búin að lesa Ekki segja frá ?

Re: Ekki segja frá,

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Já ég veit að það finnst það mörgum. Ég svo forfallinn aðdáandi hennar að hún gæti eflaust skrifað tóma vitleysu í eina bók og ég yrði örugglega bara ánægð. Mér finnst fyrstu tvær reyndar vera bestar en hinar slakari. En er orðin svo hrifin af sögupersónunni að ég les þetta allt bara til að fá að fylgjast með Aylu. Ég er samt sem áður mjög hrifin af öllum bókunum hennar hvað þá eftir að ég skrifaði Ekki segja frá. Finnst Jean vera snilldarrithöfundur. Geri mér núna grein fyrir vinnunni bak...

Re: Ekki segja frá,

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
ég var að lesa Hellaþjóðina tók smá forskot á hana meira að segja. Mér fannst hún fín. Hlakka bara til að fá næstu. Vonandi verður ekki jafn langt í hana og þessa. Þá fer ég bara að skæla:( En góð samt. Mér fannst endurtekningarnar vera miklu minni enn í siðustu bók og þá í styttri kanntinum þar sem þær koma fyrir svo ég var ekkert að ergja mig á því. Vitið þið eitthvað um það hvenær næsta bók kemur á ensku. Ætla að reyna við hana þá. held að ég geti ekki beðið svona lengi eftir henni á...

Re: Ekki segja frá,

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
ég var að lesa Hellaþjóðina tók smá forskot á hana meira að segja. Mér fannst hún fín. Hlakka bara til að fá næstu. Vonandi verður ekki jafn langt í hana og þessa. Þá fer ég bara að skæla:( En góð samt. Mér fannst endurtekningarnar vera miklu minni enn í siðustu bók og þá í styttri kanntinum þar sem þær koma fyrir svo ég var ekkert að ergja mig á því. Vitið þið eitthvað um það hvenær næsta bók kemur á ensku. Ætla að reyna við hana þá. held að ég geti ekki beðið svona lengi eftir henni á...

Re: Ekki segja frá,

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þakka þér fyrir Bjarki minn. Ætlaðirðu ekki að segja: ekki mikill“ bókaormur”. Enn meiri ánæja fyrir mig. Þá er nú bara skemmtilegt að þú skyldir hafa lesið hana. Ættir að lesa miklu meira. Það er svo gaman:) Kveðja þín Íris

Re: Ekki segja frá,

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Sæl Guðný takk æðilsega fyrir ummælin þín, takk aftur. Ég bara er alltaf hérna inni núna og hvað þá ef ég er eitthvað blue. Skrítið hvað ummælin hér koma mér alltaf í dúndurgott skap. Ég sé það að ég verð bara að biðja alla mína vini að gerast áskrifendur hér. Ég veit að þið áttið ykkur ekki á því hve mikið þetta gerir fyrir mig og konurnar fjórar að fá þessi ummæli frá ykkur. Vegna þess að þið eruð hinn almenni lesandi sem hún var sértaklega skrifuð fyrir. Takk þúsund sinnum, ef þig langar...

Re: Ekki segja frá,

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Sæll áhugasamur. Takk takk takk. Ég gæti hreinlega kysst þig. Þetta er fyrsta gagnrýnin frá karlmanni sem ég þekki EKKI. Og nú er ég alveg í skýjunum. Hef nefnilega talsvert meiri áhyggjur af gagnrýni frá ykkur bókaormunum heldur en bókagagnrýnendum. Þú ert ekki einn um að vilja berja gaurinn í bókinni, meira að segja útvarpskona ein sem fékk að lesa var á sömu skoðun og þú. Þetta er óhugnanlegur veruleiki sem er falinn í samfélaginu okkar. En stúlkurnar sem leyfðu mér að nota líf sitt til...

Re: Framkoma starfsmanna bókasafna

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég er bókasafnsormur og komst upp á lagið sem krakki að ef ég mátti ekki taka bækur ,notaði ég bara kortið hans pabba og tók allt sem mér datt í hug. Ég mátti eins og börn bara taka 10 bækur en á kortinu hans gat ég tekið miklu meira. Og ég komst upp með það :)Fáránlegt að lesa allar greinarnar og að flestir hafi staðið í þessu stappi að fá að taka bækur sem mann virkilega langaði að lesa(þegar maður var ekki með tilskyldan aldur auðvitað). Ég var ekki nema tíu ára þegar ég var búinn að lesa...

Re: Ekki segja frá,

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Hæ snikkin, frábært. Ekki segja frá virðist vera að vinna hug og hjarta bókaormanna hér. Mér finnst það dásamlegt . Er eiginlega miklu ánægðari með að fá þessa kommenta frá ykkur heldur en ef þið væruð Bókmenntagagnrýnendur. Er bara venjulegur bókaormur sjálf, með hugsjón. Vonandi komumst allar hjálparleiðirnar sem ég lagði áherslu á til skila. kv Iris Anita

Re: Ekki segja frá,

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Hæ aftur, þetta er fyrsta gagnrýnin sem ég fæ frá einhverjum sem ég þekki í raun ekki. Og er ekkert smá ánægð með þessi ummæli. :) Og geturðu ímyndað þér hvað ég er stolt af þeim :) Þetta var rosalega erfitt fyrir þær á köflum enda andstyggilegt að þurfa að rifja þetta upp en á furðulegann hátt hjálpaði það þeim helling samt að segja frá því og vissan að við gætum með þessu hjálpað öðrum og opnað augu annara. Svo í endann á bókinni varð þessi herferð í rauninni til. Löngunin til að gera enn...

Re: Ekki segja frá,

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Vampire sendu mér línu þegar þú ert búin að lesa ,hlakka til að heyra hvað þér fannst, svo er þér velkomið að spyrja mig út úr bókinni. Get bara ekki hætt að tönglast á því að þetta eru sannir atburðir, sem eru að gerast í samfélaginu okkar fyrir allt of marga kv Íris

Re: Ekki segja frá,

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Hehe ég veit hvað þú átt við. Ég held ef þú sért skrýtin hljóti ég að vera það líka, svona milli mín og þín er Ayla sérstök vinkona mín,(allavega næstum því) Mér finnst þær svo góðar að ég öfunda fólk sem á eftir að lesa þær. Ég er skrýtin (sé það núna) :) Ég hef ekki lesið þær á ensku svo ég er ekki dómbær á það, en hefði eflaust lesið hana ef ég hefði vitað af því að hún væri komin á ensku. Hefði ekki getað beðið. Og annað það er bannað að segja að þú sért búin að lesa Ekki segja frá og...

Re: Ekki segja frá,

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Takk fyrir þetta, ég var búin að heyra að hún væri ömurleg og hún væri rosa góð. Vissi ekki alveg hvað ég átti að halda, en ég er svo mikill fíkill hennar að mér fannst þær eiginlega allar góðar þó ég hefði verið orðin þreytt á öllum endurtekningunum í síðustu bókinni. Eignilega ferlega þreytt en samt fannst mér þráðurinn góður svo ég ætla að kaupa þessa nýjustu, tek meira mark á bókaormum en gagnrýnendum takk aftur ps ætlarðu ekki að lesa bókina mín :) smá grín, alltaf að reyna að fá sem...

Re: tyrra Ekki segja frá,

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Hei takk. Mér finnst alltaf svo gaman að heyra svona. Vonandi verðurðu ekki fyrir vonbrigðum(sem ég efast um) Varstu búin að lesa fyrsta kaflann inn á www.herferdin.tk. Hann er ágætis forsmekkur bæ í bili Iris

Re: Ekki segja frá,

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég veit hvað þú átt við, Ég hugsaði þetta líka þar til ég ákvað að láta slag standa. Í versta falli vildu þeir ekki gefa bókina út og þá myndi ég losna við gagnrýnina en í besta falli myndu þeir gefa hana út og það myndu þeir ekki gera ef hún væri léleg. Svo taktu þér tíma og skoðaðu hvort þetta sé eitthvað sem þú gætir þorað. Allavega ekki skemma sögurnar, veist aldrei hvenær gullið tækifæri kemur upp í hendurnar á þér.

Re: Ekki segja frá,

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Vá takk. Fyrnagóður, má hafa þetta eftir þér;) Sendu mér endilega línu þegar þú ert búin að koma höndum yfir Ekki segja frá og lesa hana. Er eiginlega miklu spenntari fyrir gagnrýni á Huga.is en í fjölmiðlum. Ennþá voða viðkvæm fyrir allri gagnrýni en ég verð víst bara að læra að taka því eins og öllu öðru. En sagan er eins sannsöguleg og ég mögulega gat haft hana. Allt niður í lýsingar á umhverfinu. Þú hefur eflaust lesið brot úr fyrsta kaflanum. Hann var bæði inn á herferdin.tk og...

Re: Ekki segja frá,

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Nei það var ekkert mál að fá hana útgefna en ég var víst rosalega heppin. Það er víst mjög erfitt fyrir nýja höfunda að hasla sér völl hér á landi. Sérstaklega eftir að forlögin minnkuðu um helming útgáfu bóka hver jól. Íslenski markaðurinn ræður bara við visst margar bækur hver jól. Fyrsta forlagið sem ég sendi sýndi strax áhuga og þar með var ég komin inn. Svoldið lygasögu líkt. Ég tek ekki fjárhagslega áhættu með þessu heldur forlagið og þar af leiðandi fá þeir taka þeir sinn hlut en ég...

Re: Óskalisti

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Jean M Auel er bandarískur rithöfundur sem skrifaði bókaflokk sem kallast Börn Jarðar. Flokkurinn inniheldur fimm bækur(stórar og miklar bækur) Þjóð barnarins er fysrsta bókin, Dalur hestanna, Mammútaþjóðin, Seiður sléttunnar og svo kemur núna út eftir margra ára hlé Hellaþjóðin. Þetta er röðin á þeim. Bækurnar segja frá stúlkunni Aylu sem er uppi á ísöld. Hún nær að segja frá lífháttum allra fyrstu mannanna á mjög trúlegann hátt, lýsingarnar ótrúlegar og frásögnin sjálf ótrúlega góð. Fyrsta...

Re: Ekki segja frá,

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Hefurðu skrifað eitthvað,ljóð eða smásögur eitthvað þannig. Væri gaman að lesa eitthvað eftir þig ef þú hefur gert það.

Ekki segja frá,

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Hmm já er það víst núna. Fyrst bókin er komin út. En ég er ekkert öðruvísi en þið. Ég er ekki einu sinni með stúdentspróf. Bara bókaormur sem langaði að skrifa eitthvað í stað þess að lesa alltaf :) Svo ég mér finnst ég ekkert merkilegri þó ég hafi skrifað eina bók. Þegar ég kemst að því að ég eigi vinkonur sem hafi verið misnotaðar kynferðislega og búið við heimilisofbeldi varð ég bæði svo undrandi og reið að ég gat ekki annað en reynt að fá fólk til að átta sig á því að allir þekki...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok