Hérna á eftir ætla ég að fjalla um eitt af meistaraverkum rokksögunnar, plötuna sem markaði þáttaskil í sögu Metallica. Gagnrýnendur kepptust um að hrósa plötunni og aðdáendur héldu varla vatni yfir plötunni. Þessi plata þykir vera nokkuð thrashy, en það er vitað að Metallica reyndu að fá á sig aðra mynd en að vera einhver speed/thrashhljómsveit með þessari plötu. Og þeim tókst það að mínu mati. Á hátindi ferils þeirra þurfti auðvitað eitthvað að bresta, því miður þurfti það að bitna á einum...