Drekafræði Bókin Drekafæði er alfræðirit um allt sem viðkemur drekum. Bókin er “ skrifuð”* af drekafræðingnum Dr. Ernest Drake sem var uppi um aldamótin 1900 en er gefin út 2003 af Templar company og gefin út 2006 á íslensku af Bjarti. Bókin heitir Dragonology: The complete book of dragons. Í bókinni er sagt frá helstu drekategundunum, t.d Evrópudrekum, Lindormum og Pokadrekum. Í bókinni eru samtals 9 tegundir af drekum, sem eru allar mismunandi að stærð, lögun, búsetu, atferli og ýmsu...