Ég tók þátt í undankeppninni fyrir stóru upplestrarkeppnina í dag. Ég átti að lesa texta og ljóð, sem ég var með á sitthvoru blaði. Ég fót fyrst með bæði blöðin á sviðið, las textann og fór aftur í sætið, fattaði síðan að ég hafði týnt ljóðablaðinu. Ég fékk sjokk þegar ég fann ekki blaðið, fékk að lokum eins blað lánað hjá sessunauti mínum, stelpu sem ég þekki ekki neitt. Las ljóðið síðan upp, fann blaðið og komst áfram í lokakeppnina. Fall er fararheill.