Karl Malone hættur. Meistarinn Karl Malone er hættur! Karl ætlar væntanlega að tilkynna þetta á morgun með formlegum hætti. Í tilefni þessa ætla ég að rifja í stuttu máli upp ævi og störfs þessa snillings. Karl Malone fæddist þann 24. júlí 1963 og ólst upp Summerfield í Lousiana. Það tók Karl nokkur ár að uppgvötva að körfubolti hentaði honum en hann langaði mest til að verða bílstjóri. Karl á átta systkini og ólust þau upp föðurlaus að mestu leyti, en faðir þeirra fór þeim þegar Karl var...