Hæ, kæru MyndasöguHugar! Ég hef tekið eftir því að mörg ykkar eru mikið fyrir Manga stílinn. Sjálfur er ég alfarið á evrópsku línunni og fíla hvað best Viggó, Ástrík, Tinna og Sval&Val enda voru þessar bækur auðfengnar þegar ég var yngri og í raun þær einu sem í boði voru að undanskildum Tarzanblaðahryllingnum sem fékkst í hverri sjoppu!!! Nú er úrvalið aftur á móti, hreint, svakalegt og er þar fyrst og fremst að þakka NEXUS, enda myndasögubúð í heimsmælikvarða!! Ég hef þó haldið mig við...