Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

the Nightmare before Christmas (19 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Nú eru ekki nema örfáir dagar til jóla og þess vegna kominn tími til að allir teygi sig í jólaskrautið og byrji að skreyta af lífi og sál. Og ef að jólaskapið hefur eitthvað látið á sér standa (eða er komið og löngu farið aftur vegna snemmskreytinga Kringlunnar og annarra markaðsafla) er tilvalið að endurvekja það með því að blása rykinu of meistaraverkinu eftir Tim Burton, The Nightmare before Christmas. Ég ákvað að lokka aðeins þá sem ekki hafa séð þessa mynd til að skella sér á næstu...

Miðvikudagur (3 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ohh… miðvikudagar. Þeir voru frekar þægilegir. Ég þurfti bara að fara í þrjá tíma, eðlisfræði, stærðfræði og dönsku. Mér gekk vel í eðilis- og stærðfræði, og danskan var skítlétt, þannig að miðvikudagar voru bara nokkuð unaðslegir. Nú sat ég í stærðfræðistoufunni og var að pakka saman, bjallan var nýbúin að hringja. ,,Á að skella sér á árshátíðina?” spurði Pétur, nafni minn, mig. Við vorum eiginlega alnafnar, ég hét Pétur Örn Ástþórsson, Hann hét Pétur Örn Arnórsson. Þetta var svona það eina...

Þjóðhátíð (6 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hann var alveg fjallmyndarlegur. Hávaxinn með ljóst hár og blá augu. Hann var einhvernvegin sá sem mig hafði alltaf dreymt um. Við höfðum kynnst honum og félögum hans í dalnum morugunnin sem við komum, hlaðnar útilegubúnaði og áfengi eftir að hafa nauðað í mæðrum okkar um að mega fara. ,,En mamma, þá fá ALLIR að fara. Og þetta er nú bara til Vestmannaeyja. Það er nú ekkert svo langt í burtu.” Hann var alltaf að gefa mér auga. Ég var svo upp með mér. Ég hafði aldrei verið sú í vinkvennahópnum...

Meistarinn og Margaríta (3 álit)

í Bókmenntir og listir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Fyrir ekki svo löngu fór ég á leikritið Meistarinn og Margaríta sem er sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Ég verð að játa að ég fór nú ekki af einskærum áhuga heldur spilar vinur minn í sýningunni, en ég kom þrátt fyrir það út alveg heilluð. Leikritið er eftir Mikhail Bulgakov og gerist annarsvegar í Moskvu á fjórða áratugnum og hins vegar í Jerúsalem til forna. Ég hef ekki lesið bókina og þurfti því að einbeita mér vel til að ná öllum nöfnunum, því að oft voru persónurnar kallaðar þremur...

Gleðileg Jól! (25 álit)

í Harry Potter fyrir 21 árum, 1 mánuði
Við stjórnendur Harry Potters áhugamálsins viljum óska ykkur öllum, kæru notendur, gleðilegra jóla. Einnig viljum við þakka fyrir frábærar viðtökur á þessu fyrsta ári áhugamálsins, með von um áframhaldandi gott samstarf. bestu jólakveðjur, stjórnendur Harry Potter, BudIcer Tzipporah IngaAusa

Rúnir (13 álit)

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 1 mánuði
Rúnir eru forn stafagerð þó nokkuð frábrugðin þeirri stafagerð sem notuð er í hinu vestræna samfélagi nútímans. Norrænar goðsagnir segja frá því hvernig rúnirnar komu til. Þær segja að Óðinn hafi hangið undir rótum Yggdrasils í níu nætur, stunginn síðusári, þar til rúnirnar birtust fyrir framan hann. Hann tók þær upp og féll síðan niður úr trénu. Hávamál segja þetta um atburðinn: Veit eg að eg hékk vindgameiði á nætur allar níu, geiri undaður og gefinn Óðni, sjálfur sjálfum mér, á þeim meiði...

Tónlistin í Sims (34 álit)

í The Sims fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þannig er mál með vexti að við eigum tvær pc tölvur hér á heimilinu mínu og ég er vön að spila alla tónlistina í gegn um aðra tölvuni. Nú bróðir minn tekur svo tölvuna með allri tónlistinni og fer á lan… á hvað á ég þá að hlusta? Ég fer í search og leita að mp3 fælum í tölvunni minni, og finn ég ekki þessa líka fínu fæla, tónlistina í sims. Ég er nú lítill simsari, en bróðir minn er oft í þessu sjáiði til. Og viti menn, hún er bara alls ekki slæm! Þetta er margs konar tónlist, rokk og jass...

Botnleðja hefði ekki unnið! (85 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Nú finnst mér komið nóg á þessu dauða áhugamáli mínu, af skítkasti í garð Birgittu. Ég er enginn aðdáandi hennar, en mér finnst hún alls ekki slæmur poppari. Hún syngur ekki illa (þó að ég geti ekki sagt að hún syngi frábærlega, syngur hún alveg ágætlega) og þó að ég hlusti ekki á þá tegund tónlistar sem hún syngur, þá á sú tónlist alveg fyllilega rétt á sér! Birgitta fór í keppnina, hún stóð sig vel og komst í 9. sæti. Ég er ánægð með frammistöðuna og þið hin ættuð nú bara að vera það líka....

Aðdáendur óttast! (31 álit)

í Harry Potter fyrir 21 árum, 6 mánuðum
25. júlí, 2003 Talsmaður Warner Bros Studios tilkynnti fjölmiðlum á föstudagsmorguninn að aðalleikararnir þrír í myndunum um Harry Potter muni taka ákvörðun um það fljótlega hvort þeir leika áfram í HP myndunum. Stjörnurnar þrjár, Emma Watson, Rupert Grint og Daniel Radcliffe mættu einnig á fundinn og svöruðu nokkrum spurningum. Emma Watson spjallaði við fjölmiðlana og var ekki vitund stressuð. Hún sagði að hún gæti ekki tekið þessa ákvörðun ein, og hún hefði mikinn stuðning frá vinum,...

He's got the power! (20 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Mér hefur ekki alltaf þótt Jim Carrey góður. Einu sinni þoldi ég hann ekki, ofleikinn hans og karakterinn allan. En það eru liðnir tímar. Það var ekki fyrr en í Man on the Moon að ég áttaði mig hvílíkur stórleikari væri hér á ferð. Núna hugsa ég mig ekki um tvisvar þegar ég sé plakat merkt Carrey; “Á þessa mynd v e r ð ég að fara” Það var einmitt það sem flaug í gegn um hugan þegar ég sá plakatið fyrir Bruce Almighty límt á gangavegginn í Limalindinni. Ég ákvað svo að drífa mig með vinkonum...

Leiklistaáhugamál (10 álit)

í Bókmenntir og listir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég vildi bara stinga upp á því að það yrði sett upp leiklistaráhugamál. Ástæðurnar eru eftirarandi: 1. leiklist fellur ekki undir neitt áhugamál, nema þá “bókmenntir og listir”, en það er yfiráhgamál, þar sem að greinalistinn er mjög hraður (ljóð og smásögur eru svo aktív) 2. sendi maður inn grein inn á bókm. & listir er hún oft ekki samþykkt fyrr en greinin er dottin af bæði listanum á forsíðu og bókmenntum og listum. 3. Eitthvað hefur verið barist fyrir því, ekkert rosalega mikið, en það...

Gossip (14 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þessi grein gæti hugsanlega spillt fyrir þeim sem ætla að sjá myndina Gossip. (spoiler) *** Ég veit ekki hvað það hefur verið, en mig hefur alltaf langað til að leigja þessa mynd, þrátt fyrir að hafa aldrei heyrt nokkuð um hana. Samt hef ég einhvernvegin aldrei framkvæmt þetta, alltaf bara sannfært sjálfa mig að þessi mynd sé örugglega léleg, fyrst að enginn hafði sagt mér frá henni. Það var ekki fyrr en í gær að ég tók hana á leigu, og þá reyndar sem gamla fría með annarri nýrri. Myndin...

Harry Potter og Fönixdraumurinn -áhugaspuni (44 álit)

í Harry Potter fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Harry Potter og Fönixdraumurinn eftir Ingu Auðbjörgu Kristjánsdóttur 1. kafli Húsið í draumnum Harry leit upp úr heimaverkefninu sínu og út um litla gluggann á herbergisveggnum. Hann hafði verið að læra undir próf í töfradrykkjum, en gat engan vegin einbeitt sér. Hvernig var það líka hægt? Honum leið hræðilega. Hann hafði ekki talað við Ron í marga daga og það fékk virkilega á hann að eiga engan náinn vin. Ja, auðvitað var Hermione líka vinur hans, en það var ekki það sama. Kærasta og vinur,...

Sólarhringurinn sem ekkert var sagt frá (51 álit)

í Harry Potter fyrir 21 árum, 8 mánuðum
SÓLARHRINGURINN SEM EKKERT VAR SAGT FRÁ Þessi grein er þýdd af mér af http://www.i2k.com/~svderark/lexicon/timeline_potters-o ld.html. Eins hef ég breytt henni og bætt við hana. Þetta er ekki beint viðkomandi JK Rowling. HVAÐ GERÐIST Í RAUN OG VERU? Hvað gerðist í raun og veru á hrekkjavökunni 1981? Hver var raunveruleg röð atburða og hverjir voru þarna? Hver dó og hvenær? Þessum spurningum er erfitt að svara samkvæmt bókunum. Þetta eru allt einhverjar kenningar, sem við vitum ekki alveg...

Páfinn og Potter (86 álit)

í Harry Potter fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Páfagarður hefur gefið út að Harry Potter stríði ekki gegn kirkjunni eins og svo margir sértrúasöfnuðir hafa haldið fram. Margar kirkjustofnannir hafa gefið út að Harry Potter stuðli að því að börn geti ekki greint milli góðs og ills. Jafnvel hefur verið sagt að Harry potter sé frá kölska kominn. Þá á örið að vera einhvers konar tákn djöfulsins, þar eð það er eldingalaga. Gunnar í Krossinum er mikið á móti HP og hefur meðal annars komið fram í Kastljósi RUV til að ausa yfir harry mógunum. En...

MH kórinn (13 álit)

í Músík almennt fyrir 21 árum, 11 mánuðum
,,Já í hvaða skóla ætlar þú svo?’’ Þessi spurning glymur við í öllum fjölskylduboðum vorið sem maður klárar lokabekk grunnskólans. Að því er virðist er þetta uppáhaldsspurning allra frænknanna sem klípa mann kinnarnar og dást að því hvað maður er orðin stór. Svör þessara spenntu tíundubekkina eru að sjálfsögðu margvísleg, en ég efa ekki að hjá nokkrum þeirra var svarið: MH! Og þá get ég einnig ábyrgst að einhverjum frænkunum hefur orðið að orði, ,,Auðvitað, þú ætlar í...

Örlagasystur (10 álit)

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Örlagasystur gerist í Lanker, litlu konungsríki í Hrútafjöllum, sem eru fjöll í Diskheiminum. Þar telst það gæfa ef norn býr í þorpinu því þær “slétta úr ýmsum misfellum mannlífsins” og í Lanker búa þrjár nornir; Amma Veðurvax, fremst meðal norna, Mútta Ogg og Maggrét Geirlauks. Nornirnar vilja helst ekki skipta sér af gangi lífsins en tekst þó að flækja sér í yfirtöku hins illa hertoga, Ljónhalls Felmets og konu hans, Lafði Felmet. Inn í þetta fléttast svo draugur gamla konungsins,...

Í hvaða skóla ætlar þú? (79 álit)

í Skóli fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Mér finnst svo margir litlir hugarar vera vandræðast yfir því hver þeir eigi nú að fara eftir grunnskólan. Þess vegna hef ég ákveðið að gera smá lýsingu séða frá mér. Tek það fram að þetta eru eingöngu mínar skoðannir:) áfangakerfi eða bekkjakerfi? Ég myndi segja að helsti munurinn sé sá að í bekkjarkerfi þekkist bekkurinn vel og allir verða nánir, en í áfangakerfi geturu meira valið hvað þú gerir og svona:) -=MENNTASKÓLAR MEÐ ÁFANGAKERFI=- BORGARHOLTSSKÓLI Ég veit nú afskaplega lítið um...

Fönixdraumurinn; 2. kafli Ferðafréttin (23 álit)

í Harry Potter fyrir 22 árum
Þetta er annar kaflinn í áhugamannasögunni minni um Harry Potter. Fyrri kaflan má sjá <a href=http://www.hugi.is/hp/greinar.php?grein_id=64172>h ér</a> Sagan gerist þegar Harry og vinir hans eru á 7. ári. Sagan er algerlega eftir mig, ekki J. K. Rowling eða annann, þó að hún eigi persónurnar. VARÚÐ! Þessi saga gæti eyðilagt fyrir þeim sem ekki hafa lesið allar bækurnar 4 í röðinni um HP. Ég mæli einnig með því að maður lesi þær, líka svo að maður skilji mína sögu eins vel. Verði ykkur að...

Harry Potter og Fönixdraumurinn (21 álit)

í Harry Potter fyrir 22 árum
Harry leit upp úr heimaverkefninu sínu og út um litla gluggann á herbergisveggnum. Hann hafði verið að læra undir próf í töfradrykkjum, en gat engan vegin einbeitt sér. Hvernig var það líka hægt? Honum leið hræðilega. Hann hafði ekki talað við Ron í marga daga og það fékk virkilega á hann að eiga engan náinn vin. Ja, auðvitað var Hermione líka vinur hans, en það var ekki það sama. Kærasta og vinur, mikill munur þar á bæ. Og hvernig átti hann að tala um rifrildi hans og Rons við Hermione, því...

Örstefna í Hraunbyrgi (1 álit)

í Skátar fyrir 22 árum
Þetta er tekið af <a href=http://www.scout.is>www.scout.is</a> Örstefna: Starfsmenn skátafélaga Þann 18. janúar kl. 10.00 - 12.00 verður fyrsta örstefna ársins haldin í skátamiðstöðinni Hraunbyrgi í Hafnarfirði. Að þessu sinni er ætlunin að ræða um starfsmenn skátafélaga og málefni því tengd. Meðal þess sem vonast er til að ræða er: Hver eru möguleg verkefni starfsmanna, hver þeirra eru mikilvægust og til hvers er hægt að ætlast af starfsmanni miðað við starfshlutfall? -Eru starfsmenn...

Fer heimurinn versnandi? (31 álit)

í Heimspeki fyrir 22 árum
Ja, ég viðurkenni að klukkan þrjú að nóttu til ætti maður kannski ekki að vera að pæla í svona hlutum, heldur vera sofandi, en hvað getur maður annað gert eftir að hafa tekið þátt í könnuninni hérna á síðunni. Nú virðist sem meirihluti telji að heimurinn fari versnandi. Af hverju skildi það vera? Þessi meirihluti kemur til með að færa eitthvar rök fyrir máli sínu. Kannski að ofbeldi sé að aukast eða fátækt að breiðast út. OFBELDI AÐ AUKAST? Nei, svo sannarlega ekki. Ég veit ekki betur en að...

Draco Dormiens (48 álit)

í Harry Potter fyrir 22 árum
Ég hafði áður prófað að lesa fanfiction sögur, og þær höfðu ekki verið neitt sérstaklega frábærar, þannig að ég hafði svo sem mínar efasemdir um það þegar einhver hugari benti mér á þessar… En þegar ég var búin að lesa svolítið í henni, þá´sá ég strax að þessi var bara litlu síðri en sögurnar hennar Rowling. En nú eru eflaust sumir að velta fyrir sér hvað þetta fanfiction sé yfirleitt. Já, það er nefnilega þannig að Harry Potter er svo vinsælt og á sér svo dygga aðdáendur að þeir kunna oft...

Heimavistirnar í Hogwarts (66 álit)

í Bækur fyrir 22 árum
GRYFFINDOR Gryffindor er hin týpiska ímynd hins góða. Einkennislitirnir eru gylltur og vínrauður og verndardýrið er ljón. Heimavistin er nefnd eftir Godric Gryffindor, sem var einn af hinum fjórum stofnendum Hogwarts. Minerva McGonagall er yfir heimavistinni og draugurinn sem henni fylgir er Nearly Headless Nick (Sir Nicholas de Mimsy-Porpington). Þú kemst inn í heimavistina í gegn um myndina af Feitu Konunni. Harry, Hermione og Ron eru nemendur í þessari heimavist og bæði Dumbledore og...

Starfsfólk Hogwarts (33 álit)

í Bækur fyrir 22 árum
Ég sá að einhver mundi ekki hver prófessor Remus Lupin var, og hugsaði með mér að það væru eflaust nokkrur sem ekki myndu nákvæmlega hverjir væru hvað. Þess vegna ákvað ég að gera smá lista yfir kennarana í Hogwarts, skóla galdra og seiða. Athugið að fyrir þá sem eru ekki búnir að lesa allar bækurnar, gæti verið eitthvað sem spoilar. ALBUS DUMBLEDORE Dumbledore er núverandi skólameistari Hogwarts. Hann er mjög gamall, það er að segja yfir 150 ára og er einn af þeim afar fáu sem Voldemort...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok