Ef þú ert með fyrirtæki hér heima og sérð um fjáröflunarhluta á myndinni þá verður hún að hluta til Íslensk. Gott dæmi um þetta er Breaking the Waves eftir Lars von Trier. Hún er spænsk, dönsk, hollensk, norsk, sænsk, frönsk, og að lokum: íslensk. En til gamans þá er myndin á ensku. Meira að segja hafa nokkrar myndir lent í erfiðleikum þegar Óskarsforvalið fer fram þegar mörg lönd koma að framleiðslunni. Frá hvaða landi er myndin?