Því er oft varpað fram að Vinstrihreyfingin - Grænt framboð sé afturhaldssamur flokkur og á móti öllu. Seinna staðhæfingin er augljóslega fáránleg í sjálfu sér, því ef einhver er á móti einhverju, er sá hinn sami um leið með einhverju öðru, oftar en ekki andstæðunni. Það er hugsanlegt að verið sé að meina að Vinstri - Grænir séu á móti öllu sem ríkisstjórnarflokkarnir leggja til. Í fyrsta lagi er það ekki rétt að VG séu a móti öllu þessu, en þó svo að þeir væru það væri það aðeins eðlilegt...