Jæja nú er ég búinn að skila skattframtalinu og þar með glöggva mig á tölum síðasta árs. Í framhaldi af því er rétt að barma sér pínulítið enda enginn búmaður nema hann barmi sér. Það er líka full ástæða til því mér finnst skattaálögur verulegar af mjög lágum launum. Ég var aðeins hjá einum vinnuveitanda og fullnýtti skattkortið hjá honum. Launatekjurnar voru kr. 1.443.832,- og afdreigin staðgreiðsla var kr. 220.616,-. Ef ég kann að reikna rétt þá er skatthlutfallið 15,3%. Nú verð ég að...