Það erfiðasta sem ég veit um er að kynnast nýju fólki, og þá alveg sérstaklega karlkyninu…. ef ég er á lausu. Þegar ég er í sambandi þá pæli ég ekkert í því, þá er ég ekkert að hugsa um neitt framhald, og finnst mér ekkert þurfa að hafa mig til eða reyna að falla í geð hjá fólki! Ég er bara ég. Þegar ég er á lausu þá er allt stressið um.. ,,er hann hrifin af mér, finns honum ég sæt, er hárið á mér í lagi” og maður gefur sér sjaldnast tíma í að virkilega kynnast manneskjunni, og svo ,,búmm”...