Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Iceheader
Iceheader Notandi frá fornöld 550 stig
Áhugamál: Anime og manga

Undirstöðurnar: Hiragana, kafli 7 (6 álit)

í Anime og manga fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég biðst velvirðingar á þeirri töf sem hefur verið á þessum kafla, ástæðan fyrir henni var samanblanda af tímaskorti og leti hjá mér. En nóg um það, í þessum kafla mun ég fjalla um stafina Ma, Mi, Mu, Me og Mo. Þar að auki ætla ég að fara í stafina Ya, Yu og Yo því að mér finnst ekki taka því að hafa sér kafla fyrir aðeins 3 stafi. Af stöfunum Ma, Mi, Mu, Me og Mo ætti stafurinn Me að vera sá eini sem gæti valdið einhverjum vandræðum. Ástæðan fyrir því er að hann er nokkuð líkur stafinum Nu...

Undirstöðurnar: Hiragana, kafli 6 (5 álit)

í Anime og manga fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Nú erum við um það bil hálfnuð með Hiragana kerfið og er þá komið að stöfunum Ha, Hi, Fu (Hu), He, Ho. Í raun og veru þá ætti stafurinn “Fu” að vera skrifaður “Hu”, en þar sem að framburðurinn á honum verður mun líkari “Fu” heldur en “Hu” á okkar stafrói vegna hálfgerðs blásturs við framburð hans er mun auðveldara fyrir okkur að hugsa um þennan staf sem “Fu”. Stafurinn “He” er smáorð sem er mjög líkt smáorðinu “Ni”, það hefur með hreyfingu á milli tveggja staða að gera. En ég mun fara betur...

Undirstöðurnar: Hiragana, kafli 5 (11 álit)

í Anime og manga fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Næstir í röðinni eru stafirnir Na, Ni, Nu, Ne og No. Það er lítið merkilegt hægt að segja um þessa stafi nema kannski það að tveir þeirra eru í heild sinni smáorð í Japönsku. Það eru stafirnir “ni” og “no”. “Ni” er smáorð sem hefur að gera með hreyfingu einhvers frá einum stað til annars og “No” hefur með eign einhvers að gera. Ég mun hins vegar fara mun betur í smáorðin seinna eftir að skriftarkaflarnir eru búnir. Hér fyrir neðan getið þið séð stafina í þessum hópi eins og þeir leggja sig:...

Undirstöðurnar: Hiragana, kafli 4 (10 álit)

í Anime og manga fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Nú er komið að næstu fimm stöfunum í Hiragana skriftarkerfinu, og eru þeir að þessu sinni Ta, Chi, Tsu, Te og To. Eins og þið sjáið er Chi hálfgerð undantekning frá reglunni um að allir stafir í hverjum hópi byrji á sama samhljóða, en stafurinn er alltaf skrifaður “Chi” vegna þess að framburður hans á rómönsku letri er mun líkari “Chi” heldur en “Ti” eða jafnvel “Tchi”. Að öðru leiti er ekkert athugavert við þessa fimm stafi, nema kannski Tsu. Um þann staf gildir það sama og áður, hljóðið er...

Undirstöðurnar: Hiragana, kafli 3 (8 álit)

í Anime og manga fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Næstu fimm stafirnir sem þið lærið eru, eins og þið vitið ef þið lærðuð vísuna í kafla eitt, Sa, Shi, Su, Se, So. Eini stafurinn í þessum hóp sem gæti valdið einhverjum vandræðum er So, svo að það væri ekki óvitlaust að æfa sig sérstaklega vel á honum. En hér koma stafirnir: <img src="http://www.internet.is/zydoran/hiragana3.JPG“> Eins og síðast þá mun ég bæta við orðaforðann ykkar með nokkrum orðum sem að innihalda stafi sem að þið kunnið nú að skrifa. Byrjum á orðinu ”Sekai“, sem þýðir...

Undirstöðurnar: Hiragana, kafli 2 (14 álit)

í Anime og manga fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Í dag mun ég halda áfram með kennslu á Hiragana, og þar sem þið eruð eflaust öll orðin sérfræðingar í að skrifa A, I, U, E og O eftir lestur á fyrsta kaflanum, þá er kominn tími til að læra næstu fimm stafina úr stafróinu. Þeir stafir eru: Ka, Ki, Ku, Ke og Ko. Einnig mun ég byrja að stækka orðaforða ykkar lítillega í þessum kafla. Að skrifa stafina úr “K” hópnum er alveg jafn auðvelt og að skrifa stafina úr sérhljóðahópnum, hér fyrir neðan getið þið séð hvernig þeir stafir líta út og...

Undirstöðurnar: Hiragana, kafli 1 (21 álit)

í Anime og manga fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Halló og verið þið sæl og blessuð krakkar mínir. Þau ykkar sem að koma reglulega inn á þetta áhugamál horfa eflaust annað slagið á Japanskt sjónvarpsefni þýtt á hin ýmsu mál, svo sem Ensku, Slóvenísku og jafnvel /b/tard. En væri nú ekki skemmtilegra ef þið þyrftuð ekki að horfa á þættina þýdda? Þið eruð eflaust flest á því máli að það væri skemmtilegra að geta skilið Japönskuna talaða og þurfa ekki alltaf að lesa einhvern texta sem oft á tíðum er alls ekki auðskilinn, og oftar en ekki...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok