Í dag mun ég halda áfram með kennslu á Hiragana, og þar sem þið eruð eflaust öll orðin sérfræðingar í að skrifa A, I, U, E og O eftir lestur á fyrsta kaflanum, þá er kominn tími til að læra næstu fimm stafina úr stafróinu. Þeir stafir eru: Ka, Ki, Ku, Ke og Ko. Einnig mun ég byrja að stækka orðaforða ykkar lítillega í þessum kafla. Að skrifa stafina úr “K” hópnum er alveg jafn auðvelt og að skrifa stafina úr sérhljóðahópnum, hér fyrir neðan getið þið séð hvernig þeir stafir líta út og...