Sókrates lýsti Alkibiadesi svona. „Þú tróðst alla undir fótum stolts þíns. Þú þóttist ekki þurfa að vera upp á neina kominn. Því þú varst svo ríkur bæði til líkama og sálar. Þú vissir að þú varst fegurstur og gáfaðastur og varst kominn að voldugum ættum borgar, sem var mest allra grískra borga. Vegna föður þíns áttirðu marga vini og skyldmenni sem voru reiðubúin að uppfylla allar óskir þínar. Og í móðurættina stóð sjálfur Perikles og tók þig að sér, maður sem gat farið öllu fram sem honum...