Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

INRI
INRI Notandi síðan fyrir 21 árum, 3 mánuðum 46 stig
Þeir sem þekkja fortíðina og skilja nútímann eru öðrum hæfari til að skapa framtíðina.

Re: Hjelp með norsku

í Tungumál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Eins og ég skil þetta þá er þetta bara að í fyrstu er ástin sterk, parið elskar hvort annað - svokölluð hvolpaást. En síðan fer ástin að dvína, ryðga, og endar að lokum á skilnaði;) En með því að bera ryðvörn á ástina (rækta hana, tala saman) endist hún og endist eins og ryðfrítt stál ;)

Re: Hjelp með norsku

í Tungumál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Og hver er þýðingin á orðunum? Þetta er líklega orðtak og þess vegna verðurðu að reyna að sjá þetta í huganum á þér.

Re: Lár, lágr, wtf?

í Tungumál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Þú hefur nú ekki beint sýnt fram á það í seinustu svörum en jæja… þú ræður, ég er líka orðinn þreyttur á þessum ranghugmyndum þínum.

Re: Lár, lágr, wtf?

í Tungumál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Finnst þér líklegt að þessi breyting gæti orðið að veruleika, hvað þá á styttri tíma en nokkrum hundruðum ára?

Re: Lár, lágr, wtf?

í Tungumál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Mér finnst þetta nú lélegt af stjórnanda. Ef að allir menn höguðu sér svona á huga. Koma sjálfir með léleg rök, bæta það upp með að kalla rök annarra léleg. Mála sig svo út í horn og gefast upp…

Re: Lár, lágr, wtf?

í Tungumál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Þú hefur gefið í skyn að rökin mín séu kjaftæði í öllum svörunum. af því að þú segir það. Ekki af því að orðabók eða kennari þinn, málfræðingur eða jafnvel mamma þín segir það, heldur bara plain and simply þú. þú kemur ekki með rök annara, bara þína skoðun. Þetta er ekkert bara mín skoðun, þetta eru alveg jafngild rök og jafnvel gildari en þessi lélegu dæmi þín: Þessvegna spyr ég, get ég sagt að orðin bumbla, bluppa, bingur og fleiri séu eðlileg þróun tungumálsins? Staðreyndir: Merking orða...

Re: Lár, lágr, wtf?

í Tungumál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Heldur þú virkilega að einhver taki upp á því einn daginn að bæta heilum 8 föllum inn í málið? Finnst þér ekki líklega að einhver taki upp á því einn daginn að nota aukafrumlag? Mér finnst samskipti mín við þig búin að einkennast af hroka og mikilmennskubrjálæði af þinni hálfu. Það sem ég er í raun að segja er það að ef þú einn daginn kemur að þjóð sem talar tungumál sem ekki er búið að skrifa neina málfræði um og myndir fara að sporna gegn breytingum í tungumálinu þeirra og telja þeim trú...

Re: Lár, lágr, wtf?

í Tungumál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Heldur þú virkilega að orðið lágur hafi bara verið búið til einn daginn með mörgum merkingum? Virkilega? Það er ekkert pottþétt í málfræði, það eru engin ígrunduð rök. Ég er ekki að fullyrða, ég er að álykta. Ég geri ráð fyrir breytingunum í tungumálinu. Ég segi hinsvegar að orðið hafi ekki þróast í þessa átt.Viltu þá útskýra fyrir mér hvað þú segir? Bætt við 25. júní 2007 - 12:52 Og vinsamlegast hættu að kalla rökin mín kjaftæði. Það er bara dónaskapur og segir í raun miklu meira um þig...

Re: MMA?

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Þið viljið þá ekkert með ofbeldisseggi hafa? Mér finnst það góða stefna til að undirstrika merkingu orðsins bardagalistir, þær eru ekki slagsmál.

Re: Lár, lágr, wtf?

í Tungumál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Auðvitað hefur hún þróast, hættu að líta á málfræði á rúðustrikuðu blaði. Málfræði einkennist af breytingum og undantekningum ekki pottþéttum reglum. Ég ráðlegg þér að spyrja þennan fína málfræðing út í þróun merkingu orðsins sem og þróun merkingu orða yfir höfuð, og e.t.v. horfa málfræði frá heimspekilegum sjónarhóli í stað stærðfræðilegs.

Re: Lár, lágr, wtf?

í Tungumál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Afhverju kallarðu notkun aukafrumlags ,,nýja tíð". Notkun aukafrumlags er þekkt í öðrum tungumálum, t.d. dönsku. Ég get nú verið sammála þér í því að tvö frumlög í hverri setningu geta verið ruglandi en þetta er engu að síður þróun sem á jafnframt rétt á sér. Ég er ekki að setja út á það að þú sért stjórnandi, ég er að setja út á það að stjórnandi sýni ekki almennilega mannsiði og geti tekið þátt á eðlilegan hátt í rökræðum. Ég talaði allan tímann um að þú talaðir ekki rangt í móðurmálinu þínu.

Re: Lár, lágr, wtf?

í Tungumál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Rosalega ert þú góð með þig að geta kallað rökin mín röfl, barnaskólarök og svo kemur þú með svona gullmola: Af hverju ég veit þetta, ég hef góða íslenska málkennd, hef lært íslensku og stefni á háskólanám í þeirri grein. Þetta myndi ég nú kalla röfl, barnaskólarök eða blablabla. Ég er nú samt ekki sammála þér, ég vil benda þér á það að notkun og merking orða breytist með tímanum. Mig langar að biðja þig að hugsa um hvernig orð fá mismunandi merkingar og hvernig þau verða til. Orðið lágur...

Re: Lár, lágr, wtf?

í Tungumál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ég er að segja að orð fá nýjar merkingar, orð höfðu aðrar merkingar. T.d. orðið góður sem hafði þveröfuga merkingu í heiðni heldur en í kristni. Mér finnst nú ansi skítt ef þú getur ekki tekið vinsamlegum ábendingum um stafsetningu. Mér finnst virkilega skítt að þú kallir fullkomlega gild og úthugsuð rök mín barnaskólarök. Mér finnst skrítið hvernig þú gast orðið stjórnandi á svona mörgum áhugamálum ef þú getur ekki rökrætt einsog fullorðinn einstaklingur. Aðalmálið á bakvið tungumál er að...

Re: MMA?

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 7 mánuðum
5. júlí mun það vera;)

Re: MMA?

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 7 mánuðum
MMAþjálfun eins og hjáMjölni er náttúrulega langmest bara BJJ og kick box (Muay Thai). Ef þú vilt frekar glíma þá ferðu í BJJ en ef þú vilt líka get sparkað og kýlt er æskilegt að fara í MMA;)

Re: MMA?

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Þetta er nokkurn veginn eins og að mæta á skákæfingu ef þú hefur aldrei teflt áður. Þú ættir nú samt að vera fljótur að ná einhverri leikni á einhverju sviði. Skárra að drífa sig bara staðinn fyrir að sitja heima á rassinum og hugsa út í það;)

Re: Lár, lágr, wtf?

í Tungumál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ég gleymdi nú að svara hinu. Mér finnst reyndar mjög merkilegt að kallað það sem ég hef að segja kjaftæði, því að ef þú lest svarið þá sérðu greinilega að það er alls ekkert kjaftæði. Varðandi svar mitt á þessu þá segir þú þetta: Þú notar þetta til að lýsa hlut eða ástandi, samanber, blóðþrýstingurinn var of lágur. En ekki til að lýsa hæð manneskju. Ég veit nú ekki betur en að hlutverk atviksorðsins lágt sé að lýsa vexti manns í samsetta lýsingarorðinu lágvaxinn og þ.a.l. að lýsa hæð hans…...

Re: Lár, lágr, wtf?

í Tungumál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Þú ert bara að snúa út úr. Ég er að tala um þá stefnu að beygingar sagna og nafnorða eru settar í fastar skorður á þann á hátt að í hverri mynd er bara einn valmöguleiki. Bætt við 20. júní 2007 - 18:39 Skyldirðu þetta?Þetta á auðvitað að vera i. Það sem ég er samt að meina svo ég taki sem dæmi boðhátt. Menn hafa aðeins leyft boðhátt í 2.persónu vegna málþróunar sem hefur endað í samruna persónufornafns og sagnar. Hefur+þú= hefurðu Maður segir jú auðvitað hefurðu dags daglega, hitt tilheyrir...

Re: Lár, lágr, wtf?

í Tungumál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Mér finnst alltaf jafn kjánalegt að heyra og sjá fólk nota þetta; dregið af. Sérstaklega þegar það notar það vitlaust. Orðið lágvaxinn er ekkert annað en dæmi um samruna atviksorðs og lýsingarorðs. Lágt og vaxinn. Hann er lágt vaxinn verður að lág-vaxinn.

Re: Lár, lágr, wtf?

í Tungumál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ég get ekki séð neitt athugavert við að segja lágur maður. Merking orða breytist, hún hefur breyst til þeirrar stöðu sem hún er í dag og með því að setja orð í fastar skorður erum við aðeins að sporna við eðlilegum breytingum. Síðan vil ég bara benda þér á það að þegar þú talar móðurmál þitt getur þú ekki gert vitleysu. Meðan það sem kemur út úr þér skilst er ekkert rangt við það. Það er aðeins til vandað og óvandað mál, ekki rétt og rangt. Það er ekki til neitt málfræðilega rangt, málfræði...

Re: Jógvan

í Íslensk Tónlist fyrir 17 árum, 7 mánuðum
uðvöööö nákvæmlega það sem ég hugsaði… -.-

Re: nlback

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Það er nú varla hægt að kalla þetta fjárfestingu. Reyndar væri hægt að flá hann og búa til mottu úr honum.

Re: nlback

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Hvað haldiði að svona listaverk kosti?

Re: íslensk sjónarhorn

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Nokkuð til í sumu en ekki öðru :P

Re: Lár, lágr, wtf?

í Tungumál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Og hver ert þú til að ákveða það?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok