Hef ekki mikla reynslu af Ebay, en hef verslað mér DVD og Vínyl. Ég kvarta ekki, allt hefur gengið vel fyrir sig og ég fengið mínar vörur í fullkomnu ásigkomulagi.
Eða þá einhver bitur þverflautuleikari eða álíka (no offence) sem er ósáttur með að hér sé mest fjallað um gítara, bassa og trommur. ps. ég er ekki að setja neitt út á þá sem spila á önnur hljóðfæri…
Litlum stadiums? Ég man nú ekki betur en að hátt í 250þús manns hafi mætt að sjá þá í Rock in Rio. Reyndar rétt að Metallica eru vinsælli á heimsvísu, en miðað við það sem ég hef séð þá eru þeir í svipuðum vinsældum hér á landi.
Haha! Tæknin hefur ekki verið á svona háu stigi á mínum skólaferli, og er ég að verða stúdent í vor. En oftar en ekki er eitthvað vesen með sjónvörp þegar horfa á á eitthvað. Var þó meira áberandi í grunnskóla.
Ef þú ert að pæla í upptökuforriti, þá til að taka upp live hljóðfæraleik, þá mæli ég eindregið með Steinberg Nuendo. Mjög gott forrit og hægt að EQ-a hvert track eftir sinni hentisemi.
Mín litla reynsla af BC-Rich er fín finnst mér. Hef prófað metal-master pakkann af music123 (svartur warlock með hvítu tribal munstri) og sá gítar er fínn fyrir þetta verð, gott að spila á hann.
Ég ætla rétt að vona að þetta standist, efast nú um að RR fari með ósannindi á sinni eigin vefsíðu. Má síðan minnast á það líka að ég sá grein í DV varðandi það að líklegt væri að Alice Cooper kæmi til landsins um miðjan ágúst.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..