Líkar vel við Spider 212-inn minn, besti magnari sem ég hef prófað í þessum verðflokki. Athugið! Ég segi “í þessum verðflokki”. Ég veit að það eru til betri magnarar og finnst mér algjör sæla að spila gegnum JCM2000 100W hausinn hjá félaga mínum í 1960box. En ég hef ekki næga reynslu af mismunandi mögnurum til að geta dæmt eitthvað almennilega um það.
Ég er nú ekki einu sinni með læsiskrúfurnar á, nennti ekki að vera með þær á því ég þarf oft að skipta úr D yfir í drop C. Hann heldur vel stillingu ólæstur þó ég þjösnist svolítið á sveifinni.
G&L eru mjög góðir gítarar. Þetta er fyrirtækið sem Leo Fender stofnaði eftir að hann hætti við stjórn hjá Fender. Var að prófa hann aftur í gær, þvílík nautn að spila á þennan grip. Hands-down, besti háls sem ég hef nokkurn tímann komist í tæri við!
Ójá, G&L-inn er magnaður. Prófaði hann um daginn, þægilegasti háls sem ég hef spilað á og ekki var soundið slæmt. Hef prófað Fendera í sama verðflokki og hann gjörsamlega slátrar þeim. Líka góð kjör á honum hérlendis, kostar ca. $1400 á music123.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..