Sunnudaginn 7. október kepptu níu Taekwondo-iðkendur frá Fjölni og Keflavík á Irish International Open í Dublin í Írlandi. Árangurinn var góður: eitt gull, tvö silfur og fjögur brons. Haraldur Óli Ólafsson, Fjölni vann –78 kg flokk unglinga þar sem hann mætti reyndar öðrum Fjölnismanni, Svavari Jóni Bjarnasyni í úrslitum. Arnar Snær Valmundsson, Fjölni hlaut brons í –59 kg flokki unglinga, Nökkvi Þór Matthíasson, Keflavík silfur í –51 kg flokki unglinga og Þorri Birgir Þorsteinsson, Fjölni...