Sælir félagar! Þann 3. nóvember sl. var BJJ Samband Íslands (BJÍ) stofnað. Þetta er rökrétt áframhald á þeirri útbreiðslu og áhuga sem hefur orðið í BJJ á Íslandi og er meginhlutverk BJÍ að stuðla að frekari útbreiðslu og keppnishaldi á íþróttinni. Aðildarfélög að BJÍ eru Fjölnir, Mjölnir og Fenrir Akureyri. Haft var samband við aðra sem æfa BJJ en þeir sýndu ekki áhuga á samstarfi eins og staðan er í dag en nýjum félögum er ávallt fagnað. Einnig skal hafa í huga að æfingahópur er á...