Nýja Radiohead platan, sem mun bera nafnið Hail To The Thief og er sú 6. í röðinni, kemur út þann 9. júní og fyrsta smáskífan, There There, kemur út í kringum 26. maí. Mun hún verða tvískipt og hafa 2 aukalög hvor smáskífa. Í dag var svo tilkynntur lagalistinn og kom hann mjög á óvart. Hvorki meira né minna en 14 lög sem áðdáendur hafa flestir heyrt á tónleikaferðalagi þeirra síðasta sumar. Af þessum 14 eru þó 2 lög sem ekki hafa sést eða heyrst áður : Backdrifts og The Gloaming. Að sögn...