Mér þykir mjög leiðinlegt að sjá að fjölgun kanína í Öskjuhlíðinni er orðið að vandamáli. Staðreyndin er sú að kanínueigendur, sem einhverja hluta vegna geta ekki sinnt dýrunum sínum lengur, fara oft með kanínurnar í Öskjuhlíðina og víðar t.d. við Hvaleyravatn, Heiðmörk og Nauthólsvík. Ég veit ekki hvort fólk er haldið þeim ranghugmyndum um að gæludýr þeirra geti lifað góðu lífi í náttúrunni eða einfaldlega týmir ekki að láta lóga þeim. Nú er staðan orðin sú að Öskjuhlíðin er orðin yfirfull...