Ég sá greinina hér að neðan og mig langaði einmitt að vera mjó, ég er samt ekkert mjög feit, mig langar bara að vera með aðeins mjórri maga og mjórri lappir. Þannig er mál með vexti að eftir fjórar vikur er ég að fara til útlanda og mig langar að líta vel út fyrir hana. Ég stunda alveg líkamsrækt, reyni að fara fjórum sinnum í viku og ég reyni að sleppa nammi, þó svo að það takist ekki nema í örfá skipti. Vitiði um eitthvað sem ætti að snarvirka þannig að ég verði aðeins mjórri þegar ég fer...