Það er greinilega eitthvað við þessa flugstöð. Ég var sjálf að vinna á Kaffitár í Leifstöð í fyrra og eins og þú veist að þá eru morguntarnirnar brjálaðar og ekkert nema “next please, næsti gjörðu svo vel, góðann daginn, takk fyrir” og svo framvegis. Ég var alltaf að lenda í svona mómentum. Man sérstaklega eftir einu þegar kona bað um poka, ég beygi mig niður og næ í pokann, rétti til hennar og segi glaðlega “góðan daginn” haha :) það var svona ágætlega vandræðalegt en aðalega fyndið.