Nú stendur það í lögum um forseta Íslands að forsetinn megi beita neitunarvaldi og neita að skrifa undir lög sem samþykkt eru af Alþingi Íslendinga, eða eins og stendur í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands: Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja...