Bara svona til að vera með tittlingaskít yfir smáatriðum þá er HTML ekki forritunarmál heldur umbrotsmál (e. markup language). Það skilgreinir hvernig eitthvað á að birtast sem vefsíða, þ.e. í hvaða stærðum, lit og þess háttar. Það uppfyllir ekki það skilyrði að útfæra lógíska virkni þar sem tekið er tillit til breyta, til dæmis inntaks, tíma eða einhvers annars, og bregðast við eftir því.