Sælir Mig langar aðeins að tala um TV-out á ferðavélum. Nú á dögum harðnandi samkeppni í fartölvumarkaðinum, þá virðast tölvufyrirtækin berjast með kjafti og klóm um hylli stúdenta og menntaskólakrakka. Einn fídusinn sem mikið er auglýstur, er TV-out á ferðavélum, þannig að ef tölvan er með DVD drif, þá er beinlínis hægt að nota hana sem DVD spilara. En nú eru til tvær tegundir af TV-out: RCA og SVHS. Ég og kærastan mín eigum sitthvora tölvuna, hún er með HP Omnibook, með RCA TV-out, en ég...