Ég ætla að skrifa hér smá umfjöllun um uppáhaldshobbitann minn, hann Meriadoc Brandybuck, eða Káradúk Brúnbukk eins og hann er kallaður á íslensku. Ég mun þó nota í bland íslensk og ensk nöfn og hugtök í þessari grein (reyndar eru ensku nöfnin mér miklu tamari en þau íslensku). Vona að þið fyrirgefið mér það. Nú, Meriadoc, eða Merry eins og hann var alltaf kallaður, var fæddur og uppalinn í Bukksveit (Buckland), rétt fyrir utan Héraðið, árið 1382(samkvæmt Héraðstímatali). Faðir hans var...