Var að telja geisladiskana og það eru fleiri en ég bjóst við… 176 CD og ég hef aðeins verið að safna í eitthver 3-4 ár, sem ég tel varla vera slæmur árangur, en þó eyði ég meira en ég hef gott af í geisladiska (geisladiskapjúristi sem er á móti MP3 spilurum hér á ferð). Einnig kaupi ég vinylplötur þá og þá og mig minnir að ég egi eitthvað í kringum 20-30 þannig, auk einnar single plötu, sem ég er mjög stoltur að eiga (Opeth - Still Day Beneath The Sun).