Bandaríski Boeing flugvélaframleiðandinn ætlar sér að reyna að slá heimsmetið í samfelldu farþegaflugi, en Boeing flugvél af gerðinni 777-299LR mun leggja af stað frá Hong Kong kl. 22.30 á staðartíma í dag (14.40 að ísl. tíma) og mun hún lenda í London kl. 13.30. Um er að ræða flug sem tekur 23 klukkustundir og nemur vegalengdin 20.300 km. Styttri leiðin verður ekki farin að þessu sinni, þ.e. frá Hong Kong og svo flogið yfir Rússland, heldur verður flogið í austurátt og yfir Bandaríkin og...