Virgill eða Publius Vergilius Maro var fæddur þann 15. Október árið 70 fyrir Krist nálægt Mantúu á Norður Ítalíu, nánar tiltekið þorpinu Andes sem er nú á svæði sem nefnist Pietola. Hann var af sveitafólki kominn en þó ekki ekki mjög fátæku. Menntun Virgils hófst þegar hann var fimm ára gamall. Hann fór í barnaskóla í Cremona og síðan í Milano. Eftir dvölina í Mílanó fór hann til Rómar til frekara náms, lagði hann þar stund á mælskulist en hann varð aldrei mjög góður mælskumaður. Eftir þetta...