Undanfarið hefur verið í gangi mál eitt, sem helst mætti kenna við farsa. Það sem svo hlægir mig er brölt þeirra Siglfirðinga til að setja Íslandsmet í jarðgöngum. Það er ekki nóg fyrir þá að vera með ein göng, nei. Þeir voru fyrstir, og lengi vel einir um þann lúxus að fá úthlutuðum jarðgöngum. En nú þegar þau eru að verða algengari, þá þykir þeim að sér vegið með sé4rstöðuna. Jú, eitthvað verður svona smápláss að hafa framyfir öll hin annesin til að fólk fáist til að búa þar (þá tel ég...