Fjall er ekki bara stór grjóthnullungur, það er svo miklu meira. Það er kvika, það er hraun, ofbeldi og átök, friður og rósemd, heimili og skýli, ógnarstærð náttúrunnar og smæð hennar. Fjöll eru sögur. Fjöll rísa og síga, drottna og þjóna og á hverjum degi vikur gengur gamall maður upp á fjallið til að gefa músunum. Í fyrstu hélt hann a hann myndi deyja á leiðinni á toppinn. Leiðin er brött og skriður þekja efsta partinn. Maðurinn náði toppnum og settist svo, viss um að hann hefði það ekki...