Tölvur eru ekki viðkvæmar fyrir þessu nema rafmagnið sé á, ég býst við að það sé líka öryggi í PSU hjá þér, og skjánum. En vatnið hefur náð að leka í innstunguna þannig að lekaliðinn hefur farið. Og þegar það er ekki rafmagn á tölvubúnaði, þá þolir þetta ótrúlega margt. Ég hef nú aldrei fengið vatn í neitt rafeindatæki í minni eigu, en ég hef fengið GSM síma eftir að hann fór í þvottavélina, það var allt í fínu lagi, nema rafhlaðan, sem var orðin svo rosalega tóm að það var nánast ómögulegt...