Já, fór í gítartíma áðan og hann sagði að þetta ætti að vera á morgun. En það er fullbókað þar og svo er eitthvað víst á mánudaginn sem verður samt svo ekki eða eitthvað rugl… Allavega þá fer ég ekki í þetta hehe. Hann sagði líka að þetta væri bara aðallega fyrir þá sem eru ekkert að koma fram opinberlega.
Ég sagði aldrei að hann væri eitthvað yfirhöfðu lélegur hljóðfæraleikari, allavega meinti ég það aldrei. Eins og ég sagði fyrir ofan þá finnst mér hann ekkert góður miðað við þá sem eru á þessum lista, hann er allveg góður en alls ekki neitt frammúrskarandi.
Já, það eru eflaust til margar svona sögur. En mér finnst það líklegra að það hafi alltaf verið fyrst B en svo eitthvað gerst, maður veit aldrei fyrir víst hvað nákvæmlega en eitthvað breytti B í H.
haha, ha? Hvenær er þessi tónfundur annars? Magnús (kennarinn minn) var eitthvað að tala um að ég ætti að spila með einhverjum sem væri svipað gamall eða jafn gamall og á svipuðu reiki. En ég er ekkert viss hvenær þetta svo er :S haha
Hehe, já, þú segir nokkuð. Ég reyndar komst að því að ég sótti víst óvart um á “gítar” sem er klassískur gítar en ekki “rafgítar”. En ég náði að leiðrétta það, sem betur fer!
Samt er þetta H bara villa. Var alltaf B en svo þegar það var verið að prenta einhverntíman tónlistarbók þá voru þeir með (að mig minnir) svona tré mót sem þeir notuðu til að prenta. En neðsti parturinn af b hefur brotnað af þannig að það stóð h :P En þú vissir þetta allveg örugglega :D
Jú, jú, fékk bréf í dag :D Fer á miðvikudaginn í inntökupróf :D Þá er bara spurningig hvað maður ætti að spila :/ Kannski reyna eitthvað með Al DiMeola :D
Já, þú ert kannski sáttur í bili. En þegar þú áttar þig á því að þú tapaðir mörg þúsundum króna afþví að þú verslaðir við gítarinn þá verðurðu varla sáttur mikið lengur :/ Bara svona að benda á þetta :)
Þú bara spilar lag, þeir spurja þig “kanntu þennan skala” eða “kanntu þetta grip” eða “geturðu spilað þetta grip á öðrum stað?” eða jafnvel beðið þig að lesa nótur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..