A dúr og F# moll eru sammarka tóntegundir, sömu nótur nema bara þú byrjar á F# og endar á F# ef þú vilt spila í moll en byrjar á A og endar á A ef þú vilt spila í Dúr. Það er ekki niður um ferund, það er niður um litla þríund. Þetta gildir um hvaða skala sem er, ef þú ert að spila í moll og vilt spila sammarka dúrinn þá færirðu þig bara þríund ofar og spilar skalann í dúr þaðan frá. Og öfugt, ef þú ert að spila í dúr og vilt spila sammarka mollinn þá færirðu þig litla þríund niður og spilar...