Í fyrsta lagi þá er ég ekki “að fara af gítar yfir á hljómborð” gítar er og mun alltaf vera mitt aðal hljóðfæri. Og í öðru lagi þá talaði ég um að ég vildi ekki svona skemmtara með fullt, fullt af midi sándum og í þriðja lagi þá talaði ég um raf píanó, s.s. með píanó sándi, strengja sándi og svoleiðis… Og ég ætla að fá mér með helst 88 nótum (er það ekki annars eins og venjulegt píanó?) Auk þess er ég kannski búinn að finna mér hljómborð sem ég ætla að kaupa mér, eitthvað Casio eitthvað 1000...
annar þeirra heitir Speed Kills og er kennslu video, aðallega bara í að æfa upp hraða og nákvæmni en hinn heitir Speed Lives og þar er hann að kenna lagið No Boundaries sem er einmitt lagið sem hann spilaði í myndbandinu sem er m.a. hægt að ná í hér á huga, en lagið er bara aðeins öðruvísi útfært. Þeir hafa hjálpað mér allveg rosalega við að ná hraða og svoleiðis. Ég keypti þá bara báða af www.angelo.com
Maður getur orðið ofurhugi á ýmsum áhugamálum og því ef til vill fengið smá respect frá öðrum á áhugamálinu. Fólk er svona “vó maður, hann er ofurhugi, shit ég verð að passa mig á honum marr”… eða ekki, ég veit ekki. Bara smá steypa í mér en hver veit.
Hljómsveit: Dream Theater og fleirri en þessi er í uppáhaldi í augnablikinu. Tónlistarmaður: mjög margir, m.a. Steve Vai, Yngwie J. Malmsteen, John Petrucci, Eric Clapton, Jimi Hendrix, Niccolo Paganini, Beethoven…. fullt, fullt meira.
því miður get ég ekki kaupt hann því ég er að gera einn gítar upp sem þarfnast peninga og er að kaupa mér hljómborð og 7 strengja gítar í sumar…. hehe það er lítill peningur eftir :P
æji ég veit ekki, ég hef ekki mikla reynslu að spila á þá heldur en ég hef spilað á stratocaster og telecaster og mér finnst bara einhvernveginn betra að spila á stratocaster, þægilegri háls og svona ýmislegt, single coil og svoleiðis. Það er ýmislegt. Mér finnst hann bara einhvernveginn betri.
hlustaðu á Michael Angelo Batio… ég get aðeins sagt eitt um það: shredd dauðans, enda er hann einn hraðasti ef ekki bara hraðasti gítarleikari í heimi.
crap, ég ætlaði að sjá þá en fór í bíó og á heimleiðinni þegar ég var svona 5 mínútur frá heimilinu þá hringdi frændi minn í mig og sagði að þeir væru að spila en þegar ég kom heim hljóp ég að tækinu en þá voru þeir búnir :(. Hann tók það nú samt upp þannig að ég kíki bara á það seinna ;)
þeir eru ekkert að senda þennan gítar til sín, ég talaði við þá og þeir sögðust allveg geta sent þetta fyrir mig með glöðu geði. Ég þarf bara að bíða þangað til næsta mánaðarmóta til að kaupa.
og ég sem var að spá í að kaupa mér Esp Ltd 7 strengja Viperinn sem er líka með EMG-81 pickuppa :/ Þá býst ég við því að ef effektinn virkar ekki í kh-602 gítarnum mínum þá virkar hann mjög líklegast ekki í vipernum :(
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..