Það er satt, það er nefnilega ekki bara eitt hljóðfæri sem gerir eitthvað flott og það gerir lagið bara geðveikt. Það er samhljómurinn sem maður heyrir, þ.e. að þá er maður að hlusta á öll þessi hljóðfæri í einu og þau vinna saman sem ein heild í átt að sama markmiðinu. Trommurnar eru ekki að gera sitt stöff úti í horni á meðan gítarinn heldur áfram í einhverju brjáluðu sólói endalaust og svo bassinn að missa sig og eitthvað… Þau vinna saman, það er ekkert eitt hljóðfæri æðra en það næsta.