Auðvitað er röddin hljóðfæri, ég spyr þig bara. Hvernig getur hún ekki verið hljóðfæri? Við spilum á raddböndin, blásum lofti þannig að þau titra og við herpum eða slökum á þeim eftir því hvaða tóna við viljum fá. Það er heilmikil þjálfun að læra líka að nota röddina rétt og almennilega og með meiri krafti. Það er líka sungið eftir nótum eins og það er spiluð tónlist eftir nótum á hvaða hljóðfæri sem er. Pottþétt hljóðfæri, getur ekki verið annað til í myndinni. Allavega að mínu mati.