Ég var að lesa Fréttablaðið í dag og rakst á litla grein sem sat í mér. Hún er eftir Sigurð nokkurn Sigurðarson. Ekki það að efni þessarar klausu hafi, svo sem, komið mér mikið á óvart, en hún olli mér hugarangri, engu að síður. Sigurður segir frá því að sjöunda apríl, síðastliðinn, hafi Gunnar í Krossinum sagt á sjónvarpsstöðinni Omega að George Walker Bush væri ekki kjörinn af þjóð sinni (það má reyndar til sanns vegar færa), heldur væri hann kjörinn af Drottni “almáttugum” sjálfum sem...