Í kvöldroðans aftanskini er logar hver krókur og kimi af gullinni glóð, er blikar sem blóð, bærist vindur í laufgrænu limi. Út um firði og flóa, yfir valllendi og móa, hvíslar aftan blær, kaldur sem sær, það er aftur farið að snjóa. Í rökkrinu fagra og kalda, kallar hafsins alda, hér fáiði frið, hér hvílist þið, í landinu leynda og falda.