Það er ekki (held ég örugglega) ólöglegt að vera með litaðar framrúður, þ.e. grænar, bláar, dökkar. Þetta gæti þó hafa breyst. Ég á gamlan bíl með grænar rúður allan hringinn. Ástæðan sem mér var gefin einhvern tímann fyrir því að bannað væri að fá sér filmur í framrúðu og hliðarframrúðum er að filmur rispast (tek það fram ég hef ekki skoðað filmur í 5-6 ár) og þar með skerðist útsýnið.