Byrjum á byrjunninni. Fín grein hjá þér Ahl og margt til í þessu. Þó er ég sammála þeim sem sagði að Sergio þarf fyrst að byggja reynsluna upp aðeins lengur, og svo fara í þá alla hörðustu. Auðvitað talar fólkið í kringum Sergio að hann eigi að berjast titilbardaga við Jermain bráðum, box snýst svo mikið um peninga, og þetta fær umfjöllun. Umfjöllun fyrir Sergio þýðir meiri peningar, jafnvel þó hann berjist ekki við Taylor næst þá fær hann meiri áhorf í sínum bardaga því hann fær umfjöllun...