Eftir lokun vefsíðunnar torrent.is, þar sem netverjar gátu nálgast afþreyingarefni til niðurhals, hafa þrjár aðrar slíkar vefsíður sprottið upp. Ómar Daði Sigurðsson er skrifaður fyrir síðunni dci.is, en hann segist ekki ætla að halda rekstri hennar áfram. „Það er ekki vegna þess að við séum eitthvað hræddir við SMÁÍS heldur vegna þess að vesenið er bara svo mikið í kringum þetta. Við ætlum að gefa lénið og þá munum við ekki lengur stjórna síðunni. Hvenær þetta gerist veit ég ekki með...