Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Hepexamendios
Hepexamendios Notandi síðan fyrir 16 árum, 11 mánuðum 0 stig

Re: langaði bara til að segja þetta :þ

í Rómantík fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Nei, þú hefur sjálfsagt ekki séð komment frá henni vegna þess að hún veit ekki af þessu ennþá. Og trúðu mér: ef þú hefðir verið í þessu partíi og heyrt hvernig gert var miskunarlaust grín að greyið stelpunni … þá myndirðu ekki taka þessu svona létt. Þú myndir allavega ekki gera það ef ÞÚ værir að lenda í þessu.

Re: langaði bara til að segja þetta :þ

í Rómantík fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Sorry, en ég gat bara ekki orða bundist. Mér finnst bara eitthvað svo svakalega rangt við það að tala um að vera svo nærgætinn og tillitssamur að maður ætli að bíða þar til stelpan er tilbúin (sem er auðvitað mjög gott) á sama tíma og maður er að skrifa virkilega viðkvæm einkamál sömu stúlku á netið og gerir það svo klaufalega að það er hægt að rekja þetta allt saman. Hvar er tillitssemin og nærgætnin í því? Nei, aðgát skal höfð í nærveru sálar í stað þess að belgja sig út af ímynduðu eigin ágæti.

Re: langaði bara til að segja þetta :þ

í Rómantík fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Umm … gaur … gerirðu þér grein fyrir því að einu sinni í fornöld gafstu upp email addressu hérna og það eru óprúttnir aðilar búnir að rekja þetta og vita orðið allt um þig og stelpuna sem þú ert að skrifa um? Ég var í partíi um helgina með nokkrum krökkum úr skólanum hennar þar sem allir voru á fullu að gera grín að þessu og henni? Bara til að þú vitir að ég er ekki að bulla þá er fyrsti stafurinn í nafninu hennar “B” og þinn “H”, ok? HVAÐ ERTU EIGINLEGA AÐ HUGSA, STRÁKUR?!?! Af hverju ertu...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok