Sorry, en ég gat bara ekki orða bundist. Mér finnst bara eitthvað svo svakalega rangt við það að tala um að vera svo nærgætinn og tillitssamur að maður ætli að bíða þar til stelpan er tilbúin (sem er auðvitað mjög gott) á sama tíma og maður er að skrifa virkilega viðkvæm einkamál sömu stúlku á netið og gerir það svo klaufalega að það er hægt að rekja þetta allt saman. Hvar er tillitssemin og nærgætnin í því? Nei, aðgát skal höfð í nærveru sálar í stað þess að belgja sig út af ímynduðu eigin ágæti.