Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Hemullinn
Hemullinn Notandi frá fornöld 2 stig

Re: Fyrir hvern er Pétur Blöndal á alþingi?

í Deiglan fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ef hann er á þingi fyrir þig ert þú annað hvort moldríkur eða forstjóri í stóru fyrirtæki - þá ertu náttúrulega moldríkur hvort sem er. Pétur Blö er sennilega versti auðvaldssinni sem til er á Íslandi. Engum öðrum en honum dytti í hug að dirfast að segja að hann gæti lifað á 70.000 krónunum sem öryrkjar og gamalmenni fá mánaðarlega. Hinir sjálfstæðismennirnir hafa þó a.m.k. vit á því að halda kjafti. Hann ætti að skammast sín.

Re: Hvað Fannst Erlendum Gagnrýnendum um St.Anger?

í Metall fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég er búinn að hlusta á Metallica frá 90, fíla gömlu plöturnar mun betur en t.d. Load og ReLoad og mér finns S&M vera helv. fín. Get engan veginn tekið undir það að nýja platan sé sorp. Ég er a.m.k. ekki búinn að henda henni ennþá. Finnst hún bara fín - en ekkert sérstaklega Metallicaleg. Ég held því fram að það sé ekki á neinn hátt hægt að líkja St. Anger við neitt af því sem James og félagar hafa látið frá sér áður. Þeir eru komnir með nýjan bassaleikara, gjörsamlega nýtt sánd (hlustið á...

Re: Marc-Vivien Foe

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Megi hann hvíla í friði. Hræðilegar fréttir og mikið áfall fyrir knattspyrnuheiminn.

Re: Whool

í Rokk fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Jamm, Whool eru komnir til að vera….reyndar finnst mér nú “Beltis” - nafnið vera betra. Diskurinn er gargandi snilld, ég hlusta á hann þegar ég hef mök. Ehemm. Að lokum : Vina hljómsveit Whool, þ.e. Hemúllinn & Harpa verða í Perlunni 5. maí með ör-tónleika ( 20 mín. ) kl. 15:00 stundvíslega…..c ya !
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok