Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Heilow
Heilow Notandi frá fornöld 45 ára karlmaður
504 stig
Gríptu karfann!

Stuðningurinn (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Demantar augna þinna, ísilagðar brautir stjarna. Hjartsláttur hugsandi manna, vonlaus öskur deyjandi barna. Eldur og gull, sleikja sár þín olíublandið fullhugans blóð Fórnin þeirra, gaddavírshjarta, áður ótroðin slóð. Greddumyndir, sveittur óður um alla nema þig. Herópin frá hundruðum manna, sem tilbáðu sjálfa sig. Í krafti óttans, einkennis merkis okkar. Allir stóðu upp og steittu hnefa. Og hæst góluðu þeir hræsnarar sem höfðu engu að tapa og ekkert að gefa.

Horft um öxl (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Dregur hugann yfir hlíð hjartans óskin undur blíð Vongóður vann villtur þó fann Veginn heim í vetrarhríð. Um óravegu oft ég rann eldur í æðum mínu brann. Engum ég trúði og oft þá flúði. Uns friðinn minn fann

Barnsfæðing (10 álit)

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Alls staðar þar sem fjallað er um fæðingu barns er hún útmáluð sem yndislegur hlutur og talað um hversu falleg hún sé og þar fram eftir götunum. Ég varð þess heiðurs og ánægju aðnjótandi að verða faðir fyrr á þessu ári. Ég held að ég geti með fullri vissu sagt að ekkert hefur glatt mig meira enda var ég búinn að bíða þessarar stundar síðan ég hélt fyrst á ungabarni 13-14 ára gamall. Ég elska son minn meira en orð fá lýst en fæðing hans er eitthvað það versta sem ég hef upplifað. Konan mín lá...

Mundu mig (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég vildi ég gæti lifað þig þú, draumur vökunnar. Ég vild ég gæti snortið þig líkt þú snertir mig. Ástarleikir þínir við undrandi nóttina Einskorðaðir við svefn lifenda. Haltu mér! Án öryggis þíns fell ég. Haltu mér! Án þín dey ég. Haltu mér! og vertu ég meðan ég kvelst. Draumur, meðan þú ert, von. Ég elska þig. Leyfðu mér að vita hver þú ert. Er ég barn þitt, þitt stundum gleymda barn. Mundu er þú hverfur mundu hver sækir þig í hyldýpi myrkurs. Mundu mig vertu ég meðan ég kvelst.

Nostalgía (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég kæli þig kviklinda hverfula þrá. Sker úr mér hjartað, hengi það upp heimur skal sjá. Ég held í þig hikandi hrokafulla ást. Engin tár vegna einskis missis í augum mínum sjást. Ég krýp hér kjökrandi og kertið flöktir. Blæs lífi í bálið sem í byrjun þú slökktir. Engin orð svo ögrandi engin stunga svo sár. Að ég hugsi ekki ennþá til þín eftir öll þessi ár.

Einskonar móðir (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég finn þig falla frjálsa eins og snjókornin, þeytast eins og smáfugl á flugi. Þú gleymir og í augum þér tómið eitt. Ég sé þig rísa, eins og Fönix úr öskunni. Hrista þig og hlægja framan í hættur heimsins. Mistrið hverfur, þokunni léttir þú dregur andann á ný. Og þá, þegar silfraðir vængir þínir glitra og þú býst til að svífa. Muntu finna mig sofandi í örmum þér. Og þú breiðir vængina yfir mig, verndandi hvíslar út yfir allt. Orðin deyfa og sefa. Við lifum á ný.

Hrollur (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Með einni handarhreyfingu get ég látið heilt fjall hverfa, og með einni setningu get ég drepið okkur. Með einni hugsun get ég sökkt mér ofan í hyldýpið og aldrei aftur litið dagsins ljós.

Bara að við kynnum að vera til (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Autt blað,engin orð innantóm hugsun, morð. Hvítar síður,kaldar hendur kærleikansmarki brenndur. Spyrjandi við dauðans dyr, drottin því komstu ekki fyr Og klæddir sálina sjúku í svörtu klæðin mjúku. Setningar án orða, orð án hljóða óvinir allra heimsins ljóða. Dapur hugur,dreymandi hljótt drukkna ölvaður alltof fljótt. Koma dagar kastalanum í kæfandi vonin svo björt og hlý Þeir grafa og þær gleyma gegnum myrkrið saman streyma. En engin orð geta missin bætt og auðdrepna vonina aftur glætt....

Minning (6 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Á gráum kvöldum, kyrrðin rofin komstu til mín, slagandi,dofin. Föður minn sagðir sekan vera af sorginni sem við máttum bera. Svo liðu dagar, svo liðu ár síaðist inn veruleikinn hrár. Engum að treysta, allir svíkja -alltaf að berjast, aldrei víkja. Stundum komu dagar, sem deyddu og drauma mína til slátrunar leiddu. Svo varstu komin, birtist von í verunni einskis manns son. Hvítur í glæru, kærleikur þinn köld flaskan staðgengill minn. Liggjandi nakin með lakið undir þér lamandi óttinn í hjarta...

Ég og þú. (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Maður og kona dreyma og vona lifa og deyja tala eða þegja. Falla og rýsa í myrkrinu lýsa - og tárin… Hjarta mitt við hjarta þitt Varir við varir og þú starir á mig í nótt. Ég sef rótt. - Nú gróa sárin…

Þula (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Glóandi gull gleðifull æska mín. Heita hjarta ástarbjarta ásýnd þín. Vermandi von draumason í huga þér. Yndi mitt hjarta þitt við hjarta mér. Elskandi móður jarðargróður á mínu landi. Brosandi gefur er þú sefur rós í sandi

Eiður Smári?? (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég var að horfa á ensku mörkin í gær og sá þar sýnt úr leik Chelsea og Everton held ég að það hafi verið. Þar sagði þulurinn á Sýn að Eiður hefði verið á bekknum eins og í undanförnum leikjum. Er hann eitthvað að gefa eftir eða er Chelsea kannski að fara að selja hann á komandi fardögum? Ef einhver veit eitthvað um þetta þá endilega látið vita.

Yet another life (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Nú sendi ég inn seinni kaflann af sögunni sem ég byrjaði á um daginn. Sennilega eiga fæstir eftir að finna nokkurt samhengi þar á milli, en ég hyggst bíða með allar útskýringar þar til og ef þeirra verður óskað. 2. …and so it goes Syngdu mig í svefn sólfagri dagur. Rjóddu mig roðans geislum svo rýsi ég fagur. Gefðu mér gullin mín gráttu mínum tárum Haltu mér að hjarta þínu og hyggðu að mínum sárum. Græddu mína grófu lund gæddu mig innri hlýju. Svo ég fái haldið heim og heimt ástina að nýju....

Yet another life (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Þetta ljóð er hið fyrri kafli í tveggja kafla sögu sem ber titilinn Yet another life. 1.Welcome back! Í nótt ég vaki, stari út um gluggann inn í mig. Alveg sama þó ég fari hverfi í skuggann fjarlægist þig. Í draumi, í nótt ég hlýt að falla fyrir eigin hendi. Að mér er sótt og ég kalla á það er hjartað brenndi Hvert ég fer og komi ég aftur þakinn eigin slími. Allt sem ég er enginn kraftur liðinn er minn tími. Ný ljós, ný birta nýr dagur, nýr ótti sami söngur, sama sál. Veröld mín vitfirrta...

Tuxedo (1 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Fór að sjá Tuxedo um daginn. Mæli ekki með henni fyrir sanna Jackie Chan aðdáendur. Mydnin inniheldur mjög lítið af hans sér einkennum. Fá flott áhættu atriði og bardaga atriðin ekkert spes. Myndin stendur svo sem alveg fyrir sínu sem svona spennu/gamanmynd en það liggur við að hver sem er annar hefði getað verið í aðalhlutverkinu.

Til hamingju með daginn (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum
Hjartað hamast hugurinn lamast Í brjóstinu brennur blóðið rennur Þrumunnar þótti þjakandi ótti Titrandi tættur tárum bættur Ofsafengið fallið feigðarkallið Draumurinn deyr það dagar ei meir. PS. Þetta er ljóð, á þess vegna að fara þangað :)

Mai Lennon (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég veit aðeins fátt um ekki neitt og ennþá minna um annað Suma daga ég brosi breytt en býst við að slíkt sé bannað. Ég hlæ oft svo hátt að ég heyri ekki neitt Allt mitt stefnir í eina átt og engu er breytt. Innum annað og út um hitt endalausi straumur Í huga mínum hjarta mitt hjarðsveinsins ljúfi draumur Einn á einskis manns landi eins og kvistur á tré Eins og hundur bjargarlaus í bandi bjarma í fjarska ég sé Þeir brenna jú bækur þar Bjarni frændi og vinir hans Telja að sérhvert svar sé...

11.09.2002 (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Það falla af mér fjaðrirnar ég flýg ekki meir Einn daginn mun ég deyja drukkna í eigin leir. En núna sef ég í sandi sólroðans myrkur. Seinna muntu sjá í sótt minni er styrkur. Eins og Kristur á krossinum kalla ég á þig. ,,Hvert fór kallinn, hví yfirgaf hann mig?"

Stjörnuskin í Laugardalnum; pereatinu frestað? (0 álit)

í Íþróttir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Íslendingar mættu Litháum í knattspyrnuleik á Laugadagsvellinum í gær. Eins og flestir vita unnu okkar menn leikinn með 3 mörkum gegn engu. Leikur liðsins í fyrri hálfleik var eins og einkennt hefur liðið undir stjórn Atla Eðvaldssonar í seinni tíð;lélegur. Menn voru alveg hugmyndasnauðir og komust lítt áfram gegn Litháum þrátt fyrir að vera einum fleiri. Í seinni hálfleik var annað uppi á teningnum. Þá komu strákarnir ferskir og léttir til leiks, lausir við pirringinn sem verið hafði í þeim...

Staka (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Trúlega hef ég tekið sótt tár mín falla höfug. Dýrðlegt er að deyja í nótt drottning besta göfug

FASTUR (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Geng ég um gangana gleðisnauða og tóma Martraðir mínar milli veggjanna óma Hugur minn horfinn hjartanu frá Svona er ég ekkert að sjá. Sál mína seldi ég sadisma gleymskunnar Fyrir það fæ að vera fangi heimskunnar. Veggirnir vega að mér veita sífellt dýpri sár Ég sit einn og öskrandi úr augum streyma tár. Staddur á röngum stað stari á tímann líða Kannski ég kæmist burt ef kynni annað en bíða. Ég er alltaf eins í annarra augum Hins vegar er ég hér með höfuð fullt af draugum

Innri ótti (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég hræðist ekki hafsins reiði eða hitann af vítis báli Ég hef alltaf verið á öndverðum meiði í öllu sem skiptir máli. Ég óttast ekki dauðann mjúka og ekki lífið heldur En hatrið grafið í hugann sjúka og heiftina sem því veldur. Svört nóttin situr úti, horfir inn svæfir hún mig og huggar Kossar hennar sefa huga minn hlýir og gefandi skuggar. En mig hræðir hið innra myrkur magnað í styrkleik sínum Árin líða og eykst þess styrkur upphafið að endalokum mínum Ég hræðist aðeins ósköp fátt og elska...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok