Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

HeidisJazz
HeidisJazz Notandi síðan fyrir 18 árum, 4 mánuðum 26 stig
Bassinn er hinn framlengdi armur laganna.

Re: Guð eða Satan?

í Tilveran fyrir 16 árum, 1 mánuði
Masterinn í guðfæði eða?? Frekar dropout. ;-) Eilífðarstúdent í Biblíunni samt.

Re: Guð eða Satan?

í Tilveran fyrir 16 árum, 1 mánuði
Það er ekki ósennilegt að þetta sé rétt hjá þér miðað við opinberar ritreglur, en þeir sem þvi ráða hafa gaman af að breyta hlutunum. Þannig er búið að breyta fullt af orðum fyrir hugtök sem ég lærði í skóla, bæði í málfræði, stærðfræði og fleiru. Semitískur var notað varðandi Semíta, en það orð inniheldur “ít” sem síðari tíma íslenskufræðingum hefur þótt of útlent. Hvað ætli þeir kalli Semíta í dag? Sema? Það á víst að segja Mexíkói en ekki Mexíkani, sem var gott og gilt áður fyrr, o.s.frv....

Re: Guð eða Satan?

í Tilveran fyrir 16 árum, 1 mánuði
Nei. Og þá vísar þú nátturulega til Gamla testamentisins. Þar er lagasafn, sem (þjóðfélagslega) mönnum var ætlað til að reka þjóðfélag þess tíma. Þó að þau væru út af fyrir sig í gildi, þá var þeim alla jafna lítið framfylgt út í æsar. Og Jesús einmitt túlkar lögmálið þannig að kærleikurinn kemur fyrst. Allt ber að túlka út frá kærleikanum. Guð er vissulega heilagur og samræði með sama kyni, samræði milli náskyldra og samræði milli manna og dýra er þvert ofan í það sem Guð ætlaðist til með...

Re: Guð eða Satan?

í Tilveran fyrir 16 árum, 1 mánuði
Ég virði það innlegg sem þú hefur lagt í umræðuna.Sömuleiðis. :-) Getur þú komið með dæmi? Ef eitthvað myndi vera rangt í þróunarkenninguni, þá hefði henni verið hennt eða endurbættHmmm. Maður á náttúrulega ekki að fara út í umræður um það sem maður er ekki pottþéttur á að geta svarað fyrir. :-( Ég verð að játa að það er nú svolítið langt síðan að ég var að stúdera þessa hluti þannig að ég verð að passa á þetta svar að öðru leyti en því að ég reikna með að nú eins og þá séu vísindamenn...

Re: Guð eða Satan?

í Tilveran fyrir 16 árum, 1 mánuði
Sömuleiðis finnst mér að menn þurfa aðeins að horfa í sinn eigin barm.Sammála. Mjög sammála. Það er reyndar mín reynsla að ekkert fær mann meira til þess en Biblían. Hún er ekkert að hlífa manni. trú ætti að vera byggð á vísindum og rökumÞað væri svo miklu einfaldara. En eru ekki vísindin alltaf að breytast og komast að mismunandi og stundum andstæðum niðurstöðum? Það er reyndar eðli og forsendur vísindanna, að vera alltaf að endurskoða sjálf sig. Sannleikurinn er ekki endanlegur, segja...

Re: Guð eða Satan?

í Tilveran fyrir 16 árum, 1 mánuði
Fullkomlega eðlilegar spurningar, TheAshlander. þetta er allt á sama báti og eitthvað annað jafn þverstæðukenntÞað virðist það vissulega, enda er oft talað um leyndardóminn í þverstæðum kristindómsins. Maður kemst ekki fram hjá því fyrr en maður byrjar að skilja Guð (út frá Biblíunni, að sjálfsögðu). Hví ætti ég ekki að halda í höndina á fljúgandi spegettískrímslinu í stað Jesús?Er ekki um að gera að prófa hvort tveggja? :-) Ég veit hvort mundi virka. Gæti ég ekki túlkað alveg eins að buddha...

Re: Guð eða Satan?

í Tilveran fyrir 16 árum, 1 mánuði
…takk fyrir gott svar.Þakka þér aftur, elinerlonli. Ég er kvenkyns btw (:Ég bið mikillega afsökunar. Ég hugsaði bara ekkert út í kynið. Svona málfræðilega notar maður oftast karlkyn í almennri ræðu. Sem er náttúrulega orðið afskaplega pólitískt rangt í dag. :-/ en hvaðan eru eigilega dauðasyndirnar sjö?Eins og ég sagði: úr síð- (eða kannski miðalda) kaþólsku. Kaþólskan hvarf frá hinnig “evangelísku” kenningu (kenninguna um að aðeins trúin á að dauði Jesú á krossinum og upprisa hans væri nóg...

Re: Guð eða Satan?

í Tilveran fyrir 16 árum, 1 mánuði
Hvaða slembikenningu ertu að tala um?Slembikenningin byggir á Big Bang hugmyndinni - að heimurinn hafi orðið til tilviljanakennt (random) og út frá “Miklahvelli”. Á ekkert skylt við þróunarkenninguna. Að mínu viti er ekkert sérstakt misræmi milli sköpunarkenningar Biblíunnar og þróunarkenningarinnar. Sköpunarsagan kemur inn á örfáa punkta í sköpunar-/þróunarsögunni. Það er hins vegar túlkun manna á sköpunarsögunni sem er misjöfn. En höfum það á hreinu: Sköpunarsagan segir ekki hvernig Guð...

Re: Guð eða Satan?

í Tilveran fyrir 16 árum, 1 mánuði
“Elskaðu og gerðu það sem þú vilt,” sagði Ágústínus kirkjufaðir. Í fullkomnum kærleika getur þú ekki gert neitt illt.

Re: Guð eða Satan?

í Tilveran fyrir 16 árum, 1 mánuði
Getur þú útskýrt aðeins betur.Án þess að fara í 20 mánaða spjall? ;-) Jóh. 3:16: "Því að svo [mikið] elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf." Jóh. 3:3: “Enginn getur séð Guðs ríki nema hann fæðist að nýju.” Matt. 7:21: “Ekki mun hver sá sem segir við mig ‘Drottinn, Drottinn’ ganga inn í himnaríki, heldur sá einn, er gerir vilja föður míns, sem er á himnum.” 1. Tím. 2:3-6: “Þetta er gott og þóknanlegt fyrir...

Re: Guð eða Satan?

í Tilveran fyrir 16 árum, 1 mánuði
Verulega góðar pælingar hjá þér. Sjaldgæft að sjá svona heiðarlegar pælingar. Vonandi get ég svarað einhverju. Afhverju eru þá syndir til? Ef Guð gæti gert allt, þá væru syndir ekki til.Af hverju heldur þú það? Það væri kannski flott að lesa hina Biblíuna líka. Þar er á fyrstu blaðsíðunum svar við þessari spurningu. Syndafallið, þú veist. (I. Mósebók 2. og 3. kafli). Ef Guð gæti gert allt, þá væru syndir ekki til.Stundum heyrist spurt: Getur Guð búið til svo stóran stein að hann geti ekki...

Re: Upphitun

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Frábærar æfingar að sjá. Takk fyrir. Prófa þær strax. :-)

Re: Hátalarakaplar og tvítenging (biwiring)

í Græjur fyrir 17 árum
Takk, gott að vita.

Re: Að panta frá USA.

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Hátalarar = 40% vörugjald ofan á CIF (Cost, Insurance, Freight) og svo 24,5% VSK ofan á það allt saman. Kannski sleppur þetta við vörugjaldið ef þetta flokkast sem hljóðfæri (prófa að skrá það þannig á ShopUSA ef þú flytur þetta inn með þeim). Hef ekki reynslu af því.

Re: Nýtt Stýrikerfi.

í Linux fyrir 17 árum
Svara þó að seint sé: www.sabayonlinux.org Flottur í þetta. (Disclaimer: sjá nýlegan póst varðandi vandamál hjá Sabayon með uppsetningu á flókinni diska/sneiðaskipan)

Re: Hátalarakaplar og tvítenging (biwiring)

í Græjur fyrir 17 árum
Meinarðu setja link hér á eitthvað?

Re: Oscar Peterson látinn

í Jazz og blús fyrir 17 árum
OP er of stór til að hægt sé að skrifa nokkuð af viti um hann. Það verður allt heldur fátæklegt. Maður þakkar bara fyrir allt sem eftir hann liggur. Hann var lengi uppáhalds #1 hjá mér og er enn á topp 5, þó að ég blandi í þann hóp skemmtilegum naívista eins og Thelonious Monk. Bruebeck kveikti í mér. Peterson var næstur og næstur og næstur… Uppáhaldsplata: Oscar Peterson Trio Live in Tivoli Gardens. Uppáhaldslag með honum: Autumn Leaves. Ekki nóg sagt.

Re: Breytingar á nýju ári

í Jazz og blús fyrir 17 árum
Við, stjórnendur, óskum ykkur gleðilegs nýs jazz- og blúsárs og þökkum fyrir árið sem nú er liðið. Við lesendur (alla vega ég) þökkum í sama. ;-) Hvað finnst ykkur um nýja litinn?Kaldur (cool). Mér finnst blús frekar mjúkur – svona brúnn. En það er bara ég.

Re: Hátalarakaplar og tvítenging (biwiring)

í Græjur fyrir 17 árum
Transmission Line gerð sem er hönnuð af Ivan P. Leslie http://www.iplacoustics.co.uk, S5TL, sem er stærsta gerðin. Ég tek Dome tegundina, ekki Kevlar/Ribbon, sem hentar aftur betur í minna húsnæði (undir 24 m2). Síðasta hátalarasmíð mín var fyrir ca 35 árum síðan. Þá var hægt að kaupa hátalarakitt á Íslandi. Þá smíðaði ég utan um 2-way Peerless. Það er ennþá það gott að ég þarf að fara vel upp fyrir 100 þúsundkallinn til þess að heyra sambærilegt í búðunum í dag. Bendi reyndar á að ég sá...

Re: Hátalarakaplar og tvítenging (biwiring)

í Græjur fyrir 17 árum
Maður liggur víst á netinu. Þetta er svona interactive. Maður heldur að maður sé kominn með þetta eða hættur að leita, en þá kemur eitthvað sem vekur spurningar og maður heldur áfram.

Re: Notar enginn hérna The GIMP?

í Grafísk hönnun fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Svona eins og að kaupa jarðýtu til að ryðja burt einni þúfu í staðinn fyrir að ná bara í skófluna. ;-) Kannski nokkuð ýkt, en…

Re: Tímaritaforrit

í Grafísk hönnun fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Þetta fer mikið eftir því hvernig tímaritið á að vera hannað. Ég reikna með að þú sért að leita eftir einhverju til að kaupa. Það er kannski full dýrt að kaupa pró útgáfu af “the latest and greatest” fyrir ekki stærra verkefni. Ef peningurinn skiptir máli, þá má reyna eldri útgáfur af Adobe PageMaker eða InDesign (sem tekur við af PageMaker) eða QuarkXpress á eBay t.d. Ég er til dæmis enn að nota PageMaker 6.5 í ýmislegt. Mjög þægilegur, en skortir ýmislegt sem ID og QX hafa. Enn eitt forrit...

Re: picköppar & brýr ?

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég þekki ekki mikið af þessu, en fékk minn með Kent Armstrong Humbucker. Hann er ótrúlegur. Kent Armstrong eru “hand made” í Chicago, USA og ekki dýrir. http://www.kentarmstrong.com/ Brýr: Hipshot eru mjög hátt metnir. http://www.hipshotproducts.com/cart.php?m=product_list&c=3.

Re: 10 uppáhalds jasslögin/verkin

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Takk. Vonandi verður þetta hvati fyrir aðra að skoða gamalt og til að skrifa sjálfir.

Re: 10 uppáhalds jasslögin/verkin

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Verður þú þá ekki bara að skrifa eina í viku? ;-)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok