Það er ekki ósennilegt að þetta sé rétt hjá þér miðað við opinberar ritreglur, en þeir sem þvi ráða hafa gaman af að breyta hlutunum. Þannig er búið að breyta fullt af orðum fyrir hugtök sem ég lærði í skóla, bæði í málfræði, stærðfræði og fleiru. Semitískur var notað varðandi Semíta, en það orð inniheldur “ít” sem síðari tíma íslenskufræðingum hefur þótt of útlent. Hvað ætli þeir kalli Semíta í dag? Sema? Það á víst að segja Mexíkói en ekki Mexíkani, sem var gott og gilt áður fyrr, o.s.frv....