Það er langt síðan þetta hefur farið útí öfgar, það er alveg satt. Ég fermdist í fyrra, hafði boðskort og bauð svona 40 manns, þar af tuttugu sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu eða sem að ég bjóst ekkert við að mundu koma. Þannig að ég var með 20 manns heima hjá mér, mamma og systir hennar og amma bökuðu kökur og ég var ekki með áprentaðar servíettur eða kerti, ég skil ekki alveg tilganginn með þeim… Var samt með eitthvað af skreytingum, samt alls ekki mikið og þær hefðu nú alveg getað verið meiri.